Erlent

Frystar Líbýueignir notaðar til uppbyggingar

Bandarískir stjórnmálamenn vilja að þær eignir líbýskra stjórnvalda sem Bandaríkjamenn hafa fryst verði notaðar til uppbyggingar í Líbýu.

Leiðtogar bæði Demókrata og Repúblikana á bandaríska þinginu styðja tillögu um þetta. Alls nema eignirnar sem frystar hafa verið yfir 34 milljörðum dollara eða tæpum 4.000 milljörðum króna.

Samkvæmt ákvörðuninni um frystingu þeirra má ekki nota þessar eignir til hernaðar þannig að ekki er hægt að nota þær til vopnakaupa fyrir uppreisnarmennina, sem berjast gegn stjórn Gaddafi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×