Erlent

Mankell falsaður á Facebook

Mankell telur þetta vera verk stuðningsmanna Ésrael.
Mankell telur þetta vera verk stuðningsmanna Ésrael.
Sænski rithöfundurinn Henning Mankell segir óprúttinn aðila hafa stofnað síður á Facebook í sínu nafni og látið þar falla ýmis öfgafull ummæli sem hannl segir ekki samrýmast sínum skoðunum. Þá hafi nokkrum dagblöðum einnig borist tölvupóstar undir nafni rithöfundarins.



Mankell, sem er hvað þekktastur fyrir bækur sínar um lögregluforingjann Kurt Wallander, telur að um sé að ræða gjarðir stuðningsmanna Ísrael en rithöfundurinn mun verða um borð í skipalest sem heldur með hjálpargögn til Gaza í þessum mánuði.

Mankell var einnig um borð í fyrstu skipalestinni sem hélt á Gaza-svæðið í fyrra en skipuleggjendur aðgerðarinnar segja að sú sem haldi af stað nú í júní verði tvöfalt stærri.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×