Erlent

Danir verða að sleppa sjóræningjum

Óli Tynes skrifar
Danska herskipið Esbern Snare.
Danska herskipið Esbern Snare.
Danskir sjóliðar um borð í herskipinu Esbern Snare eru sárir og gramir yfir því að þurfa að hætta lífi sínu í baráttu við sjóræningja undan ströndum Sómalíu og sjá þá svo ganga frjálsa frá borði vegna þess að enginn fæst til að draga þá fyrir dóm. Þessa stundina eru 24 sjóræningjar fangar um borð í danska skipinu.

 

Einhverjir þeirra skutu á dönsku sjóliðana þegar þeir voru handteknir. Hinsvegar er ekki vitað hverjir það voru sem skutu og því er ekki hægt að draga þá fyrir danskan dómstól. Sjóræningjarnir hafa nú verið um borð í besta yfirlæti í þrjár vikur meðan reynt hefur verið að fá eitthvert Afríkuríki til að taka við þeim. Það hefur ekki gengið og því verður að sleppa þeim með vatn og vistir á einhverri strönd í Sómalíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×