Erlent

Mikill sólstormur skellur á Jörðinni í nótt

Mikill sólstormur náði hámarki snemma í morgun og reiknað er með að eftirköst hans skelli á jörðinni í nótt eða í fyrramálið.

Talið er líklegt að rafsegulvirkni frá storminum geti haft áhrif á gervihnetti og samskiptatækni á jörðinni.

Samkvæmt frétt um málið frá NASA geimferðarstofnun Bandaríkjanna varð óvænt öflugt sólgos í gærdag samfara miklum sprengingum á yfirborði sólarinnar sem saman mynduðu þennan sólstorm.

Hér fyrir ofan má sjá myndband þar sem C. Alex Young, stjarneðlisfræðingur hjá NASA, lýsir atburðarásinni.

Viðbót: Fyrr í dag var greint frá því að sólstormurinn hefði skollið á jörðinni í nótt. Hið rétta er að áhrifa stormsins fer ekki að gæta á jörðinni fyrr en í nótt eða í fyrramálið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×