Erlent

Eldgosið í Chile truflar flugsamgöngur

Eldgosið hófst í Chile á föstudaginn
Eldgosið hófst í Chile á föstudaginn Mynd/AFP
Eldgosið sem hófst í Chile síðastliðinn föstudag hefur valdið miklum truflunum á flugi í suðurhluta Argentínu.

Einnig hafa samgöngur raskast á jörðu niðri bæði í Chíle og Argentínu. Þykkt öskulag lokar víða vegum og stórvirkar vinnuvélar hafa verið sendar til þess að ryðja vegi, rétt eins og þegar íslenskt fjallaskörð eru rudd að vetri til.

Þúsundir íbúa í grennd við eldfjallið Puyehue hafa verið fluttir á brott frá heimilum sínum. Mannvirki hafa skemmst og mikið hreinsunarstarf er framundan.

Hinsvegar er ekki vitað til þess að manntjón hafi orðið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×