Erlent

ESB heldur neyðarfund um kóligerilsmitið

Landbúnaðarráðherrar Evrópusambandsins munu halda neyðarfund í dag vegna kóligerilsmitfaraldursins sem geysað hefur í norðanverði Evrópu undanfarna daga og þegar kostað 22 lífið.

Yfir 2.000 manns í 12 löndum hafa sýkst af kóligerilsmitinu og er fjöldi þeirra illa haldin af smitinu.

Enn hefur ekki tekist að finna út hvaðan kóligerilssmitið kemur. Samkvæmt frétt um málið á BBC ætla landbúnaðarráðherrar Evrópusambandsins að kalla til sín sérfræðinga til að fá upplýsingar um stöðu mála en vaxandi gagnrýni er á því hve illa gengur að finna uppruna smitsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×