Erlent

Þrumuveður kveikti í fjórum húsum í Danmörku

Þrumuveðrið sem gekk yfir Danmörku í gærkvöldi olli því að eldur varð laus í fjórum húsum á Sjálandi eftir að eldingum laust niður í þau. Í Haslev kviknaði í tveimur húsum, þar á meðal íbúðarhúsi prestsins í bænum.

Greiðlega gekk að slökkva þessa elda og ekki er vitað til að neinn hafi hlotið skaða af þeim.

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Danmerkur voru skráðar hátt í 18.000 eldingar í landinu á meðan að þrumuveðrið gekk yfir síðdegis í gær og gærkvöldi.

Mikil úrkoma fylgdi þessu þrumuveðri og mældist hún allt að 30 millimetrum þar sem mest var.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×