Atli Gíslason: Virði skoðanir Geirs en er ósammála honum Boði Logason skrifar 6. júní 2011 20:03 Atli Gíslason Atli Gíslason, þingmaður utan þingflokks á Alþingi, segist virða skoðanir Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra en sé ósammála honum. Þingfesting í máli Alþingis gegn honum fer fram á morgun fyrir Landsdómi. Geir Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, sagði á blaðamannafundi í dag að Atli, ásamt Steingrími J. Sigfússyni og Ögmundi Jónassyni, bæru höfuðábyrgð á réttarhöldunum gegn sér, sem hann sagði að væru fyrstu pólitísku réttarhöldin Íslandi. "Ég virði skoðanir Geirs [Haarde, innsk.blm.], en ég er ósammála honum," segir Atli. „Ég lít svo á að nefndin [þingmannanefndin innsk.blm.] hafi tekið faglega ákvörðun, það eru skiptar skoðanir um það. Við fengum mjög færa lögvísindamenn til að ráðleggja okkur í þessari nefnd og ég taldi mig skila faglegri niðurstöðu," segir Atli. „Að þetta séu pólitísk réttarhöld, ég er bara ósammála þeim ummælum," segir Atli. Á fundinum í dag sagði Geir að einhverjir þeirra sem bæru höfuðábyrgð á ákærunni virtust vera komnir með bakþanka. Steingrímur hefði sagt í norsku blaði að hann teldi það rangt að Geir yrði einn ákærður fyrir landsdómi. Svipað hafi Atli sagt í viðtali við Fréttablaðið. „Þetta er bæði ósvífni og hræsni. Báðir þessir menn gátu - alveg eins og mannréttindaráðherrann og aðrir þingmenn sem greitt höfðu atkvæði með ákæru - stöðvað málið á Alþingi eftir að ljóst var orðið að búið væri að fella nöfn þriggja einstaklinga út úr tillögunni. Við lokaatkvæðagreiðslu um tillöguna svo breytta, greiddu þeir hins vegar beinlínis atkvæði með því að ákæra aðeins einn mann," sagði Geir í dag. „Í ljósi alls þessa má segja að það fari ekki illa á því að það skuli vera þeir Atli Gíslason, Steingrímur J. Sigfússon og Ögmundur Jónasson ásamt fylgdarliði sem ábyrgð bera á fyrstu pólitísku réttarhöldunum á Íslandi," sagði Geir ennfremur. Landsdómur Mest lesið Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Erlent Stúlkan er fundin Innlent Fleiri fréttir Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Sjá meira
Atli Gíslason, þingmaður utan þingflokks á Alþingi, segist virða skoðanir Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra en sé ósammála honum. Þingfesting í máli Alþingis gegn honum fer fram á morgun fyrir Landsdómi. Geir Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, sagði á blaðamannafundi í dag að Atli, ásamt Steingrími J. Sigfússyni og Ögmundi Jónassyni, bæru höfuðábyrgð á réttarhöldunum gegn sér, sem hann sagði að væru fyrstu pólitísku réttarhöldin Íslandi. "Ég virði skoðanir Geirs [Haarde, innsk.blm.], en ég er ósammála honum," segir Atli. „Ég lít svo á að nefndin [þingmannanefndin innsk.blm.] hafi tekið faglega ákvörðun, það eru skiptar skoðanir um það. Við fengum mjög færa lögvísindamenn til að ráðleggja okkur í þessari nefnd og ég taldi mig skila faglegri niðurstöðu," segir Atli. „Að þetta séu pólitísk réttarhöld, ég er bara ósammála þeim ummælum," segir Atli. Á fundinum í dag sagði Geir að einhverjir þeirra sem bæru höfuðábyrgð á ákærunni virtust vera komnir með bakþanka. Steingrímur hefði sagt í norsku blaði að hann teldi það rangt að Geir yrði einn ákærður fyrir landsdómi. Svipað hafi Atli sagt í viðtali við Fréttablaðið. „Þetta er bæði ósvífni og hræsni. Báðir þessir menn gátu - alveg eins og mannréttindaráðherrann og aðrir þingmenn sem greitt höfðu atkvæði með ákæru - stöðvað málið á Alþingi eftir að ljóst var orðið að búið væri að fella nöfn þriggja einstaklinga út úr tillögunni. Við lokaatkvæðagreiðslu um tillöguna svo breytta, greiddu þeir hins vegar beinlínis atkvæði með því að ákæra aðeins einn mann," sagði Geir í dag. „Í ljósi alls þessa má segja að það fari ekki illa á því að það skuli vera þeir Atli Gíslason, Steingrímur J. Sigfússon og Ögmundur Jónasson ásamt fylgdarliði sem ábyrgð bera á fyrstu pólitísku réttarhöldunum á Íslandi," sagði Geir ennfremur.
Landsdómur Mest lesið Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Erlent Stúlkan er fundin Innlent Fleiri fréttir Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Sjá meira