Innlent

Tilnefningar til Grímunnar - Lér konungur með 10 tilnefningar

Arnar Jónsson fer með aðalhlutverkið í sýningunni Lér konungur.
Arnar Jónsson fer með aðalhlutverkið í sýningunni Lér konungur.
Tilnefningar til Grímuverðlauna 2011 í alls 16 flokkum sviðslista voru kunngjörðar í Borgarleikhúsinu í dag að viðstöddum fjölda sviðslistafólks, en alls komu 80 leiklistarverkefni til álita til Grímunnar í ár. Við verkin störfuðu yfir eitt þúsund listamenn, tæknifólk og starfsfólk leikhúsanna.

Sýningin Lér konungur fær alls tíu tilnefningar: Sýning ársins, fyrir leikstjórn, leikara í aðal- og aukahlutverkum, tónlist, búninga og lýsingu. 

Fimm leiksýningar hlutu tilnefningar sem sýning ársins 2011;

Allir synir mínir í sviðssetningu Þjóðleikhússins

Elsku barn í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur og Borgarleikhússins

Fjalla-Eyvindur í sviðssetningu leikhópsins Aldrei óstelandi og Norðurpólsins

Fólkið í kjallaranum í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur og Borgarleikhússins

Lér konungur í sviðssetningu Þjóðleikhússins.

Fimm barnasýningar hlutu tilnefningar sem barnasýning ársins 2011;

Ballið á Bessastöðum í sviðssetningu Þjóðleikhússins

Gilitrutt í sviðssetningu Brúðuheima

Gói og Eldfærin í sviðssetningu Baunagrassins og Borgarleikhússins

Herra Pottur og ungfrú Lok í sviðssetningu Óperartic í samstarfi við Listahátíð í Reykjavík og Þjóðleikhúsið

Hvað býr í pípuhattinum? í sviðsetningu Krílisins.

Fimm sýningar hlutu tilnefningu til áhorfendaverðlaunanna 2011, eftir netkosningu hér á Vísi.is;

Gói og Eldfærin í sviðssetningu Baunagrassins og Borgarleikhússins, Húmóðirin í sviðssetningu Vesturports og Borgarleikhússins

Nei, ráðherra! í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur og Borgarleikhússins

Rocky Horror í sviðssetningu Leikfélags Akureyrar

Strýhærði Pétur í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur og Borgarleikhússins.

Símakosning um áhorfendaverðlaunin 2011 hefst nokkrum dögum fyrir Grímuhátíðina og eru allir áhugsasamir leikhúsáhorfendur hvattir til að taka þátt og velja sína uppáhalds sýningu.

Grímuhátíðin sjálf, árleg uppskeruhátíð sviðslistageirans árið 2011, verður svo haldin í níunda sinn í Borgarleikhúsinu fimmtudaginn 16. júní og í beinni útsendingu á Stöð 2.

Á hátíðinni verða jafnframt heiðursverðlaun Leiklistarsambands Íslands veitt þeim sviðslistamanni er þykir hafa skilað framúrskarandi ævistarfi í þágu sviðslista.

Aðalkynnar hátíðarinnar verða leikararnir góðhjörtuðu og bráðskemmtilegu Gunnar Hansson og Katla Margrét Þorgeirsdóttir, en auk þeirra mun fjöldi íslenskra sviðsstjarna baða sig í kastljósunum.

Leikarar, dansarar og aðrir þekktir sviðslistamenn koma fram á hátíðinni, sem árlega er ein sú allra glæsilegasta í menningarlífi landsins.

Hægt er að sjá fleiri tilnefningar hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×