Erlent

Frakkar banna "Facebook" og "Twitter"

Frakkar segja það óréttlátt að stór fyrirtæki fái gjaldfrjálsa auglýsingu á meðan smærri fyrirtæki berjist í bökkum.
Frakkar segja það óréttlátt að stór fyrirtæki fái gjaldfrjálsa auglýsingu á meðan smærri fyrirtæki berjist í bökkum. Mynd/ AFP
Frakkar hafa nú bannað notkun á orðunum "Facebook" og "Twitter" í útsendingu þar sem þeir telja viðstöðulausa notkun á þessum nöfnum í raun vera auglýsingu á vörunum sem nöfnin standa fyrir.

Nöfnin á samskiptasíðunum megi þó áfram vera notuð en aðeins í fréttum sem fjalli um fyrirtækin sjálf. Frönsk lög frá árinu 1992 banna dulda markaðssetningu en með því að stöðva notkun á nöfnum samskiptasíðanna er ætlunin að koma í veg fyrir að þær njóti undanþágu hvað þetta varðar.

Þeir sem standa að þessum breytingum benda einnig á það óréttlæti sem felst í endurtekinni gjaldfrjálsri auglýsingu á stóru markaðsráðandi fyrirtæki eins og Facebook á meðan smærri fyrirtæki sem eru að reyna að hasla sér völl á markaðnum séu aldrei nefnd á nafn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×