Innlent

Sigmundur Davíð vill úttekt á Seðlabankanum

Mynd/Anton
Formaður Framsóknarflokksins segir nauðsynlegt að gera úttekt á Seðlabanka Íslands, eftir að bankinn þurfti að leiðrétta upplýsingar sínar um stöðu þjóðarbúsins, sem sé hundruð milljörðum verri en fyrri upplýsingar bankans gáfu til kynna. Fjármálaráðherra segir ástæuðulaust að fara á taugum vegna þessa.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun, að nýjar upplýsingar frá Seðlabankanum sýndu að staða þjóðarbúsins hefði verið 623 milljörðum verri í árslok 2009 en bankinn hefði áður talið, og um 400 milljörðum lakari í lok árs 2010 en fyrri áætlanir töldu. Hann vildi vita hvað Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, ætlaði að gera vegna þessarar stöðu.

Steingrímur sagði það hafa legið fyrir allan tímann að það væri mjög erfitt að meta skuldir þjóðarbúsins eftir hrunið. Seðlabankinn hafi alla tíð haft mikla fyrirvara við sitt mat. Þá væru meirihluti erlendra skulda þjóðarbúsins skuldir einkaaðila. Mestu skipti að þeir gætu staðið við sínar skuldbindingar en margir þeirra væru með tekjur í erlendri mynt. Gjaldeyrisjöfnuðurinn í stöðunni skipti mestu máli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×