Innlent

Yfirlýsing frá Björgunarsveitinni Húna vegna óhapps

Mynd úr safni
Vegna óhapps sem varð við skemmtidagskrá Sjómannadagsins á Hvammstanga vill stjórn Björgunarsveitarinnar Húna koma eftirfarandi á framfæri:

„Sem hluti af skemmtisiglingu var sett á svið björgun úr sjó þar sem nokkrir björgunarsveitarmenn í flotgöllum stukku í sjóinn til skiptis af fiskibátum sem einnig tóku þátt. Að lokinni æfingunni þegar snúið var til lands atvikaðist það að tveir menn stukku í sjóinn af öðrum fiskibátnum án þess að nokkur úr áhöfnum björgunarsveitarbáta sæi til. Þegar bátarnir voru á landleið var ljóst að tvo menn vantaði. Brugðist var mjög skjótt við og allir bátar sendir til leitar. Fundust mennirnir eftir um tuttugu mínútna leit og höfðu þá verið í sjónum um fjörtíu mínútur samtals."

Þá segir einnig í yfirlýsingu frá björgunarsveitinni:

„Einnig viljum við koma því á framfæri að þegar fréttamenn byrjuðu að leita til forsvarsmanna Björgunarsveitarinnar með fréttir af málinu óskuðum við eftir smá fresti til þess að fara yfir málið í okkar hópi og átta okkur á því hvernig þetta gerðist til að geta gefið réttar upplýsinga um atvikið. Ekki var sá frestur veittur og óljósar, óstaðfestar og beinlínis rangar fréttir af atburðarás birtar án þess að við fengjum að koma staðreyndum málsins á framfæri."


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×