Innlent

Vill algert bann við stórlaxadrápi

Veiðimálastofnun leggur til algjört bann við stórlaxadrápi í ám í sumar og vill að öllum stórlaxi, sem veiðist, verði sleppt aftur.

Stórlax er lax sem hefur dvalið í tvö ári í hafinu áður en hann gengur í árnar og vill stofnunin vægja honum til þess að viðhalda þessum erfðaþæti laxins.

Til stórlaxa teljast fiskar sem eru 70 sentímetrar eða lengri og vega yfir þrjú og hálft kíló. Á heimasíðu stofnunarinnar segir að stórlaxi fari ört fækkandi í laxveiðiánum. Talið er að yfir 50 prósentum af stórlaxi hafi verið sleppt í fyrrasumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×