Innlent

Næturfrost dró ekki úr leikgleði drekaskáta

Drekaskátar í ham.
Drekaskátar í ham.
Það frysti í nótt hjá þeim tæplega þrjúhundruð drekaskátum sem hafa dvalið alla helgina í Útilífsmiðstöð skáta að Úlfljótsvatni. Drekaskátar eru skátar á aldrinum sjö til níu ára.

Í dag ætla drekaskátarnir svo að treysta vinaböndin í stórleik og láta smá rigningu ekki aftra sér frá því að leysa margvíslegar þrautir sem leynast vítt og breitt um tjaldsvæðið

Helgin hefur verið viðburðarrík hjá skátunum en þeir hafa meðal annars verið að klifra í vatnasafarí, sigla, farið í vatnsslag, eldað úti og svo lauk dagskránni í gærkvöldi með grillveislu og risavarðeld.

Börnin eru þó ekki einu gestirnir á svæðinu. Þarna má einnig finna eldri skáta auk verkfræðinga frá verkfræðistofunni Mannvit sem þar er í fjölskylduútilegu. Þrátt fyrir næturfrost þá hefur helgin gengið vel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×