Innlent

Sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur

Myndin er frá hátíðarhöldunum fyrir ári síðan.
Myndin er frá hátíðarhöldunum fyrir ári síðan.
Sjómannadagurinn er haldinn hátíðlegur um allt land í dag. Víða eru sjómannamessur í kirkjum meðal annars í Grafarvogskirkju, sem er önnur af tveimur kirkjum sem standa næst sjó hér á landi.

Sjómenn taka þátt  í messu sem hefst kl.10.30 við gamalt bátanaust sem er staðsett fyrir neðan  Grafarvogskirkju.

Þá verður einnig víða lagðir kransar að minnisvörðum um týnda sjómenn. Til dæmis í Grindavík klukkan 13.

Formleg ræðuhöld, hefjast víðast hvar klukkan 14:00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×