Erlent

Banna útflutning á geislavirku tei

Það er enginn að fara fá sér ylvolgt grænt te á þessari mynd. Sem er vel að merkja, úr safni.
Það er enginn að fara fá sér ylvolgt grænt te á þessari mynd. Sem er vel að merkja, úr safni.
Heilbrigðisyfirvöld í Japan hafa bannað útflutning á grænum telaufum frá fjórum héruðum í landinu vegna geislavirkni. Geislavirkni greindist í laufunum og er talsvert yfir hættumörkum.

Þetta er enn eitt áfallið fyrir japanska bændur en geislamengunin frá kjarnorkuverinu í Fukushima, sem bræddi úr sér í mars eftir öflugan jarðskjálfta sem reið yfir landið, hefur einnig haft skaðleg áhrif á spínat og mjólk.

Heilbrigðisyfirvöld Japans hafa sannfært þjóðina sem og viðskiptaþjóðir landsins, að fylgst verði afar náið með geislamengun í afurðum sem þar er ræktaðar..




Fleiri fréttir

Sjá meira


×