Ingibjörg Sólrún: Er saksóknari Alþingis búin að tapa öllum áttum? Valur Grettisson skrifar 4. júní 2011 10:58 Ingibjögr Sólrún Gísladóttir gagnrýnir saksóknara Alþingis harðlega. „Er Sigríður Friðjónsdóttir saksóknari búin að tapa öllum áttum í moldviðrinu sem þyrlaðist upp eftir hrun? Hvernig dettur henni í hug að ákæruvaldið sé rétti aðilinn til að halda úti trúverðugri vefsíðu um landsdómsmálið? Og svo býðst hún til að gera þar grein fyrir sjónarmiðum hins ákærða!“ þetta skrifaði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, á Facebook-síðu sína í gær. Hún tekur þar undir gagnrýnisraddir sem hafa heyrst um opnun heimasíðu saksóknara Alþingis um dómsmál gegn Geir H. Haarde, fyrir landsdómi, sem verður þingfest í næstu viku. Til stóð að ákæra einnig Ingibjörgu en í atkvæðagreiðslu á Alþingi var samþykkt að ákæra eingöngu Geir, og fella niður kærur gegn Árna M. Mathísesen og Björgvini G. Sigurðssyni. Opnun heimasíðu saksóknara Alþingis hefur hleypt illu blóði í Sjálfstæðismenn. Þannig skrifaði Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, harðorðan pistil á vefsvæði sitt á Eyjunni í gær. Þar líkti hann Sigríði J. Friðjónsdóttur, saksóknara Alþingis, við Lavrentiy Beria, sem var harðsvíraðasti yfirmaður leynilögreglu Stalíns í Sovétríkjunum sálugu. Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra, gerir réttarhöldin einnig að umtalsefni í kjallaragrein sinni í Fréttablaðinu í dag. Þar segir hann réttarhöldin eiga það sameiginlegt með öllum öðrum pólitískum réttarhöldum, að þau setji smánarblett á þær þjóðir sem slíkt hafa iðkað. Svo gagnrýnir hann einnig opnun heimasíðunnar harðlega. „Sérstakur saksóknari Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs og Samfylkingarinnar hefur þegar opnað vefsíðu á kostnað skattborgaranna til þess að koma málstað flokkanna sem að ákærunni standa á framfæri. Það er nýmæli í íslenskri réttarsögu en um leið rökrétt birtingarmynd pólitískra réttarhalda,“ skrifar Þorsteinn. Hann bendir jafnframt á að sá sem einn sætir ákæru vegna pólitískrar stöðu sinnar hafi ekki aðgang að peningum skattborgaranna til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri í þeim átökum sem boðuð eru með opnun „ákærusíðunnar“ eins og Þorsteinn orðað það. Svo skrifar Þorsteinn: „Augljóst er að ríkisvaldið ætlar ekki að spara peninga skattborgaranna fyrir ákærumálstað þeirra flokka sem reka málið“. En athygli vekur að það er fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar sem skrifar athugasemd undir orð Ingibjargar Sólrúnar á samskiptavefnum Facebook. Þar skrifar Steinunn Valdís Óskarsdóttir, sem sagði af sér þingmennsku á síðasta ári vegna umdeildra styrkja: „Dómstóll götunnar í boði ríkisins“. Landsdómur Tengdar fréttir Geir Haarde velkomið að birta gögn á vefnum Geir Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, er meira en velkomið að að birta athugasemdir og viðbætur við vefsíðu saksóknara Alþingis. Þetta er meðal þess sem fram kemur í yfirlýsingu frá Sigríði J. Friðjónsdóttur, saksóknari Alþingis, en vefsíða saksóknarans hefur verið gagnrýnd, m.a. af verjenda Geirs. 3. júní 2011 19:05 Gerska ævintýrið í nýrri útgáfu Pólitísk réttarhöld eru þekkt í sögunni. Mynd þeirra er margvísleg. Eitt eiga þau þó sameiginlegt. Það er smánarbletturinn sem þau setja á þær þjóðir sem hlut eiga að máli. Fyrstu pólitísku réttarhöld íslenska lýðveldisins hefjast í næstu viku. Það eru réttarhöld Steingríms Jóhanns Sigfússonar fjármálaráðherra og Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra gegn Geir Haarde. 4. júní 2011 07:00 Saksóknari Alþingis opnar heimasíðu - mál Geirs þingfest á þriðjudaginn Saksóknari Alþingis hefur opnað sérstakan vef helgaðan málsókn þingsins gegn Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra Sjálfstæðisflokksins. Vefurinn heyrir undir opinbert vefsvæði ríkisins þar sem meðal annars má finna vefi ráðherra og opinberra stofnanna. 2. júní 2011 11:01 Mest lesið Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Innlent Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Innlent „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Innlent Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Innlent Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Erlent Brjálaðist út í barn í bíó Innlent Musk og Trump valda uppnámi í Washington Erlent Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Erlent Fleiri fréttir Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Breytingar á Menningarnótt: Hlaupaleiðum breytt og tónleikum ljúki fyrr Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Landris heldur áfram á stöðugum hraða Telur að niðurskurður muni ýta þeim sem eftir eru út í veikindi Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Ekki ljóst hvort þýskt nautakjöt eða íslenskt kindakjöt olli hópsýkingu Brjálaðist út í barn í bíó Enn unnið að stjórnarsáttmála og jólaverslun tekur breytingum Útlit fyrir svalasta árið í Reykjavík í þrjátíu ár Mögulega tíðindi fyrir jól Langflestir vilja ríkisstjórnina sem samið er um Heilsuvera liggur niðri Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Ráðist á ferðamann í borginni Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Búseti segir margvíslega galla á deiliskipulaginu Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Valdníðsla, rafbyssur og vitringar Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Öryggi verði minna í fangelsinu og dómar muni fyrnast Sjá meira
„Er Sigríður Friðjónsdóttir saksóknari búin að tapa öllum áttum í moldviðrinu sem þyrlaðist upp eftir hrun? Hvernig dettur henni í hug að ákæruvaldið sé rétti aðilinn til að halda úti trúverðugri vefsíðu um landsdómsmálið? Og svo býðst hún til að gera þar grein fyrir sjónarmiðum hins ákærða!“ þetta skrifaði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, á Facebook-síðu sína í gær. Hún tekur þar undir gagnrýnisraddir sem hafa heyrst um opnun heimasíðu saksóknara Alþingis um dómsmál gegn Geir H. Haarde, fyrir landsdómi, sem verður þingfest í næstu viku. Til stóð að ákæra einnig Ingibjörgu en í atkvæðagreiðslu á Alþingi var samþykkt að ákæra eingöngu Geir, og fella niður kærur gegn Árna M. Mathísesen og Björgvini G. Sigurðssyni. Opnun heimasíðu saksóknara Alþingis hefur hleypt illu blóði í Sjálfstæðismenn. Þannig skrifaði Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, harðorðan pistil á vefsvæði sitt á Eyjunni í gær. Þar líkti hann Sigríði J. Friðjónsdóttur, saksóknara Alþingis, við Lavrentiy Beria, sem var harðsvíraðasti yfirmaður leynilögreglu Stalíns í Sovétríkjunum sálugu. Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra, gerir réttarhöldin einnig að umtalsefni í kjallaragrein sinni í Fréttablaðinu í dag. Þar segir hann réttarhöldin eiga það sameiginlegt með öllum öðrum pólitískum réttarhöldum, að þau setji smánarblett á þær þjóðir sem slíkt hafa iðkað. Svo gagnrýnir hann einnig opnun heimasíðunnar harðlega. „Sérstakur saksóknari Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs og Samfylkingarinnar hefur þegar opnað vefsíðu á kostnað skattborgaranna til þess að koma málstað flokkanna sem að ákærunni standa á framfæri. Það er nýmæli í íslenskri réttarsögu en um leið rökrétt birtingarmynd pólitískra réttarhalda,“ skrifar Þorsteinn. Hann bendir jafnframt á að sá sem einn sætir ákæru vegna pólitískrar stöðu sinnar hafi ekki aðgang að peningum skattborgaranna til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri í þeim átökum sem boðuð eru með opnun „ákærusíðunnar“ eins og Þorsteinn orðað það. Svo skrifar Þorsteinn: „Augljóst er að ríkisvaldið ætlar ekki að spara peninga skattborgaranna fyrir ákærumálstað þeirra flokka sem reka málið“. En athygli vekur að það er fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar sem skrifar athugasemd undir orð Ingibjargar Sólrúnar á samskiptavefnum Facebook. Þar skrifar Steinunn Valdís Óskarsdóttir, sem sagði af sér þingmennsku á síðasta ári vegna umdeildra styrkja: „Dómstóll götunnar í boði ríkisins“.
Landsdómur Tengdar fréttir Geir Haarde velkomið að birta gögn á vefnum Geir Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, er meira en velkomið að að birta athugasemdir og viðbætur við vefsíðu saksóknara Alþingis. Þetta er meðal þess sem fram kemur í yfirlýsingu frá Sigríði J. Friðjónsdóttur, saksóknari Alþingis, en vefsíða saksóknarans hefur verið gagnrýnd, m.a. af verjenda Geirs. 3. júní 2011 19:05 Gerska ævintýrið í nýrri útgáfu Pólitísk réttarhöld eru þekkt í sögunni. Mynd þeirra er margvísleg. Eitt eiga þau þó sameiginlegt. Það er smánarbletturinn sem þau setja á þær þjóðir sem hlut eiga að máli. Fyrstu pólitísku réttarhöld íslenska lýðveldisins hefjast í næstu viku. Það eru réttarhöld Steingríms Jóhanns Sigfússonar fjármálaráðherra og Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra gegn Geir Haarde. 4. júní 2011 07:00 Saksóknari Alþingis opnar heimasíðu - mál Geirs þingfest á þriðjudaginn Saksóknari Alþingis hefur opnað sérstakan vef helgaðan málsókn þingsins gegn Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra Sjálfstæðisflokksins. Vefurinn heyrir undir opinbert vefsvæði ríkisins þar sem meðal annars má finna vefi ráðherra og opinberra stofnanna. 2. júní 2011 11:01 Mest lesið Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Innlent Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Innlent „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Innlent Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Innlent Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Erlent Brjálaðist út í barn í bíó Innlent Musk og Trump valda uppnámi í Washington Erlent Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Erlent Fleiri fréttir Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Breytingar á Menningarnótt: Hlaupaleiðum breytt og tónleikum ljúki fyrr Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Landris heldur áfram á stöðugum hraða Telur að niðurskurður muni ýta þeim sem eftir eru út í veikindi Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Ekki ljóst hvort þýskt nautakjöt eða íslenskt kindakjöt olli hópsýkingu Brjálaðist út í barn í bíó Enn unnið að stjórnarsáttmála og jólaverslun tekur breytingum Útlit fyrir svalasta árið í Reykjavík í þrjátíu ár Mögulega tíðindi fyrir jól Langflestir vilja ríkisstjórnina sem samið er um Heilsuvera liggur niðri Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Ráðist á ferðamann í borginni Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Búseti segir margvíslega galla á deiliskipulaginu Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Valdníðsla, rafbyssur og vitringar Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Öryggi verði minna í fangelsinu og dómar muni fyrnast Sjá meira
Geir Haarde velkomið að birta gögn á vefnum Geir Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, er meira en velkomið að að birta athugasemdir og viðbætur við vefsíðu saksóknara Alþingis. Þetta er meðal þess sem fram kemur í yfirlýsingu frá Sigríði J. Friðjónsdóttur, saksóknari Alþingis, en vefsíða saksóknarans hefur verið gagnrýnd, m.a. af verjenda Geirs. 3. júní 2011 19:05
Gerska ævintýrið í nýrri útgáfu Pólitísk réttarhöld eru þekkt í sögunni. Mynd þeirra er margvísleg. Eitt eiga þau þó sameiginlegt. Það er smánarbletturinn sem þau setja á þær þjóðir sem hlut eiga að máli. Fyrstu pólitísku réttarhöld íslenska lýðveldisins hefjast í næstu viku. Það eru réttarhöld Steingríms Jóhanns Sigfússonar fjármálaráðherra og Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra gegn Geir Haarde. 4. júní 2011 07:00
Saksóknari Alþingis opnar heimasíðu - mál Geirs þingfest á þriðjudaginn Saksóknari Alþingis hefur opnað sérstakan vef helgaðan málsókn þingsins gegn Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra Sjálfstæðisflokksins. Vefurinn heyrir undir opinbert vefsvæði ríkisins þar sem meðal annars má finna vefi ráðherra og opinberra stofnanna. 2. júní 2011 11:01