Rory McIlroy í metabækurnar eftir frábæran hring Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 17. júní 2011 17:44 Rory McIlroy fagnar hér erninum sem hann fékk á 8. braut í dag. Kylfusveinn Dustin Johnson sýnir högginu áhuga en fagnar ekki. AFP Rory McIlroy setti mótsmet í dag á opna bandaríska meistaramótinu með því að leika á 66 höggum eða -5 á öðrum keppnisdegi stórmótsins. Hinn 22 ára gamli Norður-Íri er samtals á 11 höggum undir pari en þetta er í fyrsta sinn í 111 ára sögu mótsins sem kylfingur nær að komast 10 undir par vallar á öðrum hring. Fjölmargir kylfingar eiga eftir að hefja leik í dag en þessa stundina er hinn 22 ára gamli McIlroy með 8 högga forskot í efsta sæti á Congressional vellinum.Staðan á mótinu. Mesti munur eftir 36 holur á þessu móti er 6 högg en það á Tiger Woods frá árinu 2000 á Pebble Beach. Hann stóð uppi sem sigurvegari á því móti og vann það með 15 högga mun sem er met á einu af stórmótunum fjórum. Ef litið er yfir öll stórmótin fjögur þá hefur munurinn verið mestur 9 högg að loknum 36 holum Henry Cotton gerði það á Sandwich á opna breska meistaramótinu árið 1934. McIlroy átti frábært högg á 8. braut þar sem hann sló boltann ofaní af um 100 metra færi fyrir erni en annað höggið fór ofaní holuna. Graeme McDowell sem er einnig frá Norður-Írlandi hefur titil að verja á mótinu. McIlroy er nokkrum mánuðum yngri en Jack Nicklaus var þegar hann sigraði í fyrsta sinn á stórmóti árið 1962. Ef McIlroy nær að halda höfði á síðustu tveimur keppnisdögunum og landa sigri þá yrði hann sá yngsti sem vinnur þetta mót frá því að Bobby Jones sigraði sem áhugamaður árið 1923. McIlroy hefur áður verið í svipaðri stöðu en hann var með fjögurra högga forskot fyrir lokadaginn á Mastersmótinu í apríl á þessu ári. Hann glutraði því niður á lokahringnum sem hann lék á 80 höggum og þegar uppi var staðið var hann 10 höggum á eftir sigurvegaranum Charl Shcwartzel frá Suður-Afríku. Golf Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Rory McIlroy setti mótsmet í dag á opna bandaríska meistaramótinu með því að leika á 66 höggum eða -5 á öðrum keppnisdegi stórmótsins. Hinn 22 ára gamli Norður-Íri er samtals á 11 höggum undir pari en þetta er í fyrsta sinn í 111 ára sögu mótsins sem kylfingur nær að komast 10 undir par vallar á öðrum hring. Fjölmargir kylfingar eiga eftir að hefja leik í dag en þessa stundina er hinn 22 ára gamli McIlroy með 8 högga forskot í efsta sæti á Congressional vellinum.Staðan á mótinu. Mesti munur eftir 36 holur á þessu móti er 6 högg en það á Tiger Woods frá árinu 2000 á Pebble Beach. Hann stóð uppi sem sigurvegari á því móti og vann það með 15 högga mun sem er met á einu af stórmótunum fjórum. Ef litið er yfir öll stórmótin fjögur þá hefur munurinn verið mestur 9 högg að loknum 36 holum Henry Cotton gerði það á Sandwich á opna breska meistaramótinu árið 1934. McIlroy átti frábært högg á 8. braut þar sem hann sló boltann ofaní af um 100 metra færi fyrir erni en annað höggið fór ofaní holuna. Graeme McDowell sem er einnig frá Norður-Írlandi hefur titil að verja á mótinu. McIlroy er nokkrum mánuðum yngri en Jack Nicklaus var þegar hann sigraði í fyrsta sinn á stórmóti árið 1962. Ef McIlroy nær að halda höfði á síðustu tveimur keppnisdögunum og landa sigri þá yrði hann sá yngsti sem vinnur þetta mót frá því að Bobby Jones sigraði sem áhugamaður árið 1923. McIlroy hefur áður verið í svipaðri stöðu en hann var með fjögurra högga forskot fyrir lokadaginn á Mastersmótinu í apríl á þessu ári. Hann glutraði því niður á lokahringnum sem hann lék á 80 höggum og þegar uppi var staðið var hann 10 höggum á eftir sigurvegaranum Charl Shcwartzel frá Suður-Afríku.
Golf Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira