Monty gagnrýnir harðlega hvernig valið var í ráshópa á US Open 16. júní 2011 17:30 Lee Westwood er annar í röðinni á heimslistanum í golfi. AFP Skotinn Colin Montgomerie, sem var fyrirliði Ryderliðs Evrópu í síðustu keppni, er alls ekki sáttur við hvernig mótshaldarar á opna bandaríska meistaramótinu röðuðu kylfingum í ráshópa fyrstu tvo keppnisdagana. „Monty“ er einn sá reyndasti í faginu og hann segir að þetta sé versta ákvörðun sem gerð hafi verið á stórmóti í golfi. Þrír efstu kylfinganir á heimslistanum eru saman í ráshóp, þeir Luke Donald, Lee Westwood og Martin Kaymer, og engin tilviljun réði þeirri ákvörðun mótshaldara. Tiger Woods er ekki á meðal keppenda og mótshaldarar vildu auka sjónvarpsáhorfið með öllum tiltækum ráðum. Spánverjarnir Miguel Angel Jimenez, Sergio Garcia og Alvaro Quiros eru t.d. saman í ráshóp. Og „Monty“ gagnrýnir harðlega þá ákvörðun að hafa ítölsku bræðurnar Eduardo og Francesco Molinari saman í ráshóp með ítalska ungstirninu Matteo Manassero. „Þetta er það versta sem gert hefur verið á stórmóti frá upphafi. Að mínu mati er þetta skortur á skynsemi. Hver setur bræður saman í ráshóp?, og meira að segja tískan fær að ráða því hvernig var valið,“ sagði „Monty“ og vitnaði þar í að Rickie Fowler og Ian Poulter eru saman í ráshóp. „Ég hef leikið á 60 stórmótum, og þetta er það versta sem ég hef séð. USGA fór langt yfir strikið,“ sagði Monty. Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Skotinn Colin Montgomerie, sem var fyrirliði Ryderliðs Evrópu í síðustu keppni, er alls ekki sáttur við hvernig mótshaldarar á opna bandaríska meistaramótinu röðuðu kylfingum í ráshópa fyrstu tvo keppnisdagana. „Monty“ er einn sá reyndasti í faginu og hann segir að þetta sé versta ákvörðun sem gerð hafi verið á stórmóti í golfi. Þrír efstu kylfinganir á heimslistanum eru saman í ráshóp, þeir Luke Donald, Lee Westwood og Martin Kaymer, og engin tilviljun réði þeirri ákvörðun mótshaldara. Tiger Woods er ekki á meðal keppenda og mótshaldarar vildu auka sjónvarpsáhorfið með öllum tiltækum ráðum. Spánverjarnir Miguel Angel Jimenez, Sergio Garcia og Alvaro Quiros eru t.d. saman í ráshóp. Og „Monty“ gagnrýnir harðlega þá ákvörðun að hafa ítölsku bræðurnar Eduardo og Francesco Molinari saman í ráshóp með ítalska ungstirninu Matteo Manassero. „Þetta er það versta sem gert hefur verið á stórmóti frá upphafi. Að mínu mati er þetta skortur á skynsemi. Hver setur bræður saman í ráshóp?, og meira að segja tískan fær að ráða því hvernig var valið,“ sagði „Monty“ og vitnaði þar í að Rickie Fowler og Ian Poulter eru saman í ráshóp. „Ég hef leikið á 60 stórmótum, og þetta er það versta sem ég hef séð. USGA fór langt yfir strikið,“ sagði Monty.
Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira