Erlent

Ráðist á höfuðstöðvar Gaddafi

Muammar Gaddafí.
Muammar Gaddafí. Mynd/AP
Hart er sótt að stjórnarher Líbíu og ráðist var á höfuðstöðvar Gaddafi í nótt.

Harðar loftárásir voru gerðar á Trípólí, höfuðborg Líbíu, í nótt og kváðu öflugar sprengingar við í miðborginni. Þá sást reykur á allnokkrum stöðum í borginni, þar á meðal frá höfuðstöðvum Muammar Gaddafi Líbíuleiðtoga. Þetta er ekki í fyrsta sinn eftir að hernaður NATÓ í Líbíu hófst sem ráðist er á byggingarnar. Ekki er vitað hvort Gaddafi var staddur í höfuðstöðvunum þegar árásirnar voru gerðar. Verulega hefur þrengt að leiðtoganum undanfarnar vikur en uppreisnarmenn sækja nú í átt að höfuðborginni.

Rússneskur erindreki er á leið til Líbíu til að reyna að miðla málum en Rússar hafa lengi mótmælt aðgerðum NATÓ. Umtalsverðir hagsmunir eru í húfi fyrir Rússa sem hafa átt í miklum viðskiptum við Líbíu um árabil.

Þau ríki NATÓ sem standa beint að hernaðinum ákváðu í byrjun mánaðarins að aðgerðunum skuli haldið áfram að minnsta kosti fram í september.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×