Erlent

Tölvuþrjótar brutust inn á síðu CIA

Mynd/AFP
Hópur tölvuhakkara, sem kallar sig Lulz Security, réðst í gærkvöld á vefsíðu bandarísku leyniþjónustunnar CIA. Talið er að sami hópur hafi hakkað sig í fyrradag inn á vef EVE Online sem íslenska fyrirtækið CCP á og rekur.

Ekki var hægt að komast inn á vefsíðu leyniþjónustunnar um stund. Þar á bæ hafa menn ekki staðfest neitt en það var hópurinn sjálfur sem greindi frá árásinni á Twitter síðu sinni.

Samkvæmt breska ríkisútvarpinu BBC ber umræddur hópur hakkara meðal annars ábyrgð á árásum á vefsíður Fox-fréttastofunnar, bandaríska þingsins og fyrirtækjanna Sony og Nintendo.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×