Erlent

Forseti S-Afríku gagnrýnir NATO

Mynd/AFP
Jacob Zuma, forseti Suður-Afríku, segir Atlantshafsbandalagið misnota ályktun Sameinuðu þjóðanna um hernaðaríhlutun í Líbíu. Hann gagnrýnir harðlega framferði bandalagsins í Líbíu og segir aðgerðirnar gera lítið úr vilja Afríkubandalagsins til að vinna úr málum sem varða aðildarríki þess. Ólíkt fjölmörgum þjóðarleiðtogum telur Zuma ekki þörf á að Moammar Gadhafi Líbíuleiðtogi víki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×