Biskup mættur á kirkjuþing 14. júní 2011 08:58 Biskup Íslands, séra Karl Sigurbjörnsson, er mættur á kirkjuþing Símamynd Séra Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, mun í fyrsta sinn ræða um rannsóknarskýrslu kirkjuþings á þinginu sem hefst nú klukkan níu. Fyrst á dagskránni er helgistund, síðan sér Pétur Kr. Hafstein, forseti kirkjuþings, um forlega setningu þingsins. Því næst flytur forsætisnefnd þingsins tillögu til þingsályktunar um niðurstöðu rannsóknarnefndarinnar. Kirkjuþingið fer fram í Grensáskirkju og er eiginkona séra Karls meðal gesta. Eins og komið hefur fram hafa tveir fulltrúar sagt sig frá þingsetu, annars vegar séra Baldur Kristjánsson sem starfaði náið með séra Ólafi Skúlasyni í biskupstíð hans, og síðan sonur séra Ólafs, séra Skúli Sigurður Ólafsson, vegna fjölskyldutengsla. Nokkur óánægja hefur verið meðal presta um að séra Karl hafi ekki sagt sig frá þingsetu vegna aðkomu hans að máli kvennanna sem séra Ólafur Skúlason áreitti á sínum tíma, en þá þinginu verður tekin ákvörðun um viðbrögð við skýrslunni. Þingið er öllum opið. Tengdar fréttir Karl gerði mistök í máli Guðrúnar Ebbu Rannsóknarnefnd Kirkjuþings kemst meðal annars að þeirri niðurstöðu að Karl Sigurbjörnsson biskup hafi orðið á mistök sem forseti kirkjuráðs varðandi úrlausn mála Guðrúnar Ebbu Ólafsdóttur varðandi erindi sem hún sendi í mars 2009 vegna meintra kynferðisbrota föður síns, Ólafs Skúlasonar. 10. júní 2011 11:17 Biskupsritari Ólafs Skúlasonar segir sig frá kirkjuþingi "Ég hef sagt mig frá Kirkjuþinginu á morgun, þriðjudag. Ég tel að viðbrögð þess verði trúverðugri því færri sem þar eru sem komu við sögu,“ segir Baldur Kristjánsson, sóknarprestur í Ölfusi og fyrrum biskupsritari Ólafs Skúlasonar. Hann biður Sigrúnu Pálínu Ingvarsdóttur, Dagbjörtu Guðmundsdóttur og Stefaníu Þorgrímsdóttur fyrirgefningar. 13. júní 2011 11:07 Vilja biskup burt af kirkjuþingi Óánægja er meðal presta vegna setu Karl Sigurbjörnssonar, biskups Íslands, á Kirkjuþingi sem hefst á morgun. Tveir prestar hafa sagt sig frá þinginu vegna tengsla við mál Ólafs Skúlasonar, fyrrverandi biskups. Annar þeirra er sonur Ólafs. 13. júní 2011 18:47 Boltinn hjá biskupi Sigríður Guðmarsdóttir, sóknarprestur í Grafarholtsprestakalli, segir skýrslu rannsóknarnefndar kirkjuþings vandaða og því beri að fagna. Niðurstöðurnar séu skýrar og nú sé boltinn hjá séra Karli Sigurbjörnssyni, biskupi, og öðrum sem fjallað er um í skýrslunni. Af þeim sökum vill hún ekki segja til um hvort Karl eigi að víkja sem biskup líkt og Sigrún Pálína Ingvarsdóttir, fórnarlamb séra Ólafs Skúlasonar, hefur kallað eftir. 10. júní 2011 21:49 Ræðu biskups beðið Mikil eftirvænting ríkir eftir ræðu Karls Sigurbjörnssonar, biskups, á kirkjuþingi á morgun þegar hann tjáir sig í fyrsta sinn um skýrslu rannsóknarnefndar þjóðkirkjunnar þar sem farið er fyrir biskupsmálið svokallaða og viðbrögð kirkjunnar tilgreind. Viðmælendur fréttastofu úr hópi presta segja að búast megi við uppgjöri. 13. júní 2011 14:45 Biskup rýfur þögnina Karl Sigurbjörnsson, biskup, tjáir sig á eftir í fyrsta sinn um skýrslu rannsóknarnefndar þjóðkirkjunnar þar sem farið er fyrir biskupsmálið svokallaða og viðbrögð kirkjunnar tilgreind. Karl mun ávarpa kirkjuþing en það verður sett klukkan níu í Grensáskirkju. 14. júní 2011 08:28 Orð gegn orði um yfirlýsinguna Þjóðkirkjan Rannsóknarnefnd kirkjuþings telur sig ekki geta skorið úr um það sem fram fór á fundi Sigrúnar Pálínu Ingvarsdóttur með þeim Karli Sigurbjörnssyni, núverandi biskupi, og Hjálmari Jónssyni, núverandi dómkirkjupresti, í Hallgrímskirkju þann 3. mars 1996 sökum þess að orð standi þar gegn orði. 14. júní 2011 03:00 Sigrún Pálína vill að Karl víki sem biskup Sigrún Pálína Ingvarsdóttir, fórnarlamb Ólafs Skúlasonar, lítur ekki á niðurstöður skýrslu rannsóknarnefndar kirkjuþings sem gleðitíðindi. Hún segist hafa beðið eftir þessari niðurstöðu í yfir þrjátíu ár og sorglegt sé að núverandi biskup skuli ekki taka ábyrgð á gjörðum sínum. 10. júní 2011 18:52 Séra Karl Sigurbjörnsson tjáir sig ekki Biskup Íslands, séra Karl Sigurbjörnsson, ætlar ekki að tjá sig um skýrslu rannsóknarnefndar kirkjuþings fyrr en eftir fjóra daga. Fréttastofa óskaði eftir viðtali við Karl í ljósi þess að í skýrslunni kemur fram að hann hafi brugðist á margan hátt og gert mistök þegar biskupsmálið svokallaða kom upp árið 1996 þegar séra Ólafur Skúlason, þáverandi biskup, var sakaður um kynferðisbrot. Þá kemst nefndin að þeirri niðurstöðu að viðbrögð presta og annarra starfsmanna kirkjunnar þegar málið kom upp hafi einkennst af ráðaleysi og skorti á faglegum og vönduðum vinnubrögðum. Kirkjuþing verður haldið á þriðjudag og munu kirkjunnar menn ekki tjá sig um skýrsluna fyrr en þá. Uppgefin rök eru þau að skýrslan hafi fyrst verið birt í morgun og að menn þurfi tíma til að fara yfir hana. 10. júní 2011 12:15 Vanræktu að skrá bréf um kynferðisbrot Bréf Guðrúnar Ebbu Ólafsdóttur um kynferðisbrot föður hennar var ekki skráð í skjalaskrá Biskupsstofu Íslands fyrir en einu og hálfu eftir að hún sendi bréfið. Karl Sigurbjörnsson biskup sagði við rannsóknarnefnd Kirkjuþings að í bréfinu væru alvarlegar ásakanir gagnvart látnum manni. 11. júní 2011 19:23 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Sjá meira
Séra Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, mun í fyrsta sinn ræða um rannsóknarskýrslu kirkjuþings á þinginu sem hefst nú klukkan níu. Fyrst á dagskránni er helgistund, síðan sér Pétur Kr. Hafstein, forseti kirkjuþings, um forlega setningu þingsins. Því næst flytur forsætisnefnd þingsins tillögu til þingsályktunar um niðurstöðu rannsóknarnefndarinnar. Kirkjuþingið fer fram í Grensáskirkju og er eiginkona séra Karls meðal gesta. Eins og komið hefur fram hafa tveir fulltrúar sagt sig frá þingsetu, annars vegar séra Baldur Kristjánsson sem starfaði náið með séra Ólafi Skúlasyni í biskupstíð hans, og síðan sonur séra Ólafs, séra Skúli Sigurður Ólafsson, vegna fjölskyldutengsla. Nokkur óánægja hefur verið meðal presta um að séra Karl hafi ekki sagt sig frá þingsetu vegna aðkomu hans að máli kvennanna sem séra Ólafur Skúlason áreitti á sínum tíma, en þá þinginu verður tekin ákvörðun um viðbrögð við skýrslunni. Þingið er öllum opið.
Tengdar fréttir Karl gerði mistök í máli Guðrúnar Ebbu Rannsóknarnefnd Kirkjuþings kemst meðal annars að þeirri niðurstöðu að Karl Sigurbjörnsson biskup hafi orðið á mistök sem forseti kirkjuráðs varðandi úrlausn mála Guðrúnar Ebbu Ólafsdóttur varðandi erindi sem hún sendi í mars 2009 vegna meintra kynferðisbrota föður síns, Ólafs Skúlasonar. 10. júní 2011 11:17 Biskupsritari Ólafs Skúlasonar segir sig frá kirkjuþingi "Ég hef sagt mig frá Kirkjuþinginu á morgun, þriðjudag. Ég tel að viðbrögð þess verði trúverðugri því færri sem þar eru sem komu við sögu,“ segir Baldur Kristjánsson, sóknarprestur í Ölfusi og fyrrum biskupsritari Ólafs Skúlasonar. Hann biður Sigrúnu Pálínu Ingvarsdóttur, Dagbjörtu Guðmundsdóttur og Stefaníu Þorgrímsdóttur fyrirgefningar. 13. júní 2011 11:07 Vilja biskup burt af kirkjuþingi Óánægja er meðal presta vegna setu Karl Sigurbjörnssonar, biskups Íslands, á Kirkjuþingi sem hefst á morgun. Tveir prestar hafa sagt sig frá þinginu vegna tengsla við mál Ólafs Skúlasonar, fyrrverandi biskups. Annar þeirra er sonur Ólafs. 13. júní 2011 18:47 Boltinn hjá biskupi Sigríður Guðmarsdóttir, sóknarprestur í Grafarholtsprestakalli, segir skýrslu rannsóknarnefndar kirkjuþings vandaða og því beri að fagna. Niðurstöðurnar séu skýrar og nú sé boltinn hjá séra Karli Sigurbjörnssyni, biskupi, og öðrum sem fjallað er um í skýrslunni. Af þeim sökum vill hún ekki segja til um hvort Karl eigi að víkja sem biskup líkt og Sigrún Pálína Ingvarsdóttir, fórnarlamb séra Ólafs Skúlasonar, hefur kallað eftir. 10. júní 2011 21:49 Ræðu biskups beðið Mikil eftirvænting ríkir eftir ræðu Karls Sigurbjörnssonar, biskups, á kirkjuþingi á morgun þegar hann tjáir sig í fyrsta sinn um skýrslu rannsóknarnefndar þjóðkirkjunnar þar sem farið er fyrir biskupsmálið svokallaða og viðbrögð kirkjunnar tilgreind. Viðmælendur fréttastofu úr hópi presta segja að búast megi við uppgjöri. 13. júní 2011 14:45 Biskup rýfur þögnina Karl Sigurbjörnsson, biskup, tjáir sig á eftir í fyrsta sinn um skýrslu rannsóknarnefndar þjóðkirkjunnar þar sem farið er fyrir biskupsmálið svokallaða og viðbrögð kirkjunnar tilgreind. Karl mun ávarpa kirkjuþing en það verður sett klukkan níu í Grensáskirkju. 14. júní 2011 08:28 Orð gegn orði um yfirlýsinguna Þjóðkirkjan Rannsóknarnefnd kirkjuþings telur sig ekki geta skorið úr um það sem fram fór á fundi Sigrúnar Pálínu Ingvarsdóttur með þeim Karli Sigurbjörnssyni, núverandi biskupi, og Hjálmari Jónssyni, núverandi dómkirkjupresti, í Hallgrímskirkju þann 3. mars 1996 sökum þess að orð standi þar gegn orði. 14. júní 2011 03:00 Sigrún Pálína vill að Karl víki sem biskup Sigrún Pálína Ingvarsdóttir, fórnarlamb Ólafs Skúlasonar, lítur ekki á niðurstöður skýrslu rannsóknarnefndar kirkjuþings sem gleðitíðindi. Hún segist hafa beðið eftir þessari niðurstöðu í yfir þrjátíu ár og sorglegt sé að núverandi biskup skuli ekki taka ábyrgð á gjörðum sínum. 10. júní 2011 18:52 Séra Karl Sigurbjörnsson tjáir sig ekki Biskup Íslands, séra Karl Sigurbjörnsson, ætlar ekki að tjá sig um skýrslu rannsóknarnefndar kirkjuþings fyrr en eftir fjóra daga. Fréttastofa óskaði eftir viðtali við Karl í ljósi þess að í skýrslunni kemur fram að hann hafi brugðist á margan hátt og gert mistök þegar biskupsmálið svokallaða kom upp árið 1996 þegar séra Ólafur Skúlason, þáverandi biskup, var sakaður um kynferðisbrot. Þá kemst nefndin að þeirri niðurstöðu að viðbrögð presta og annarra starfsmanna kirkjunnar þegar málið kom upp hafi einkennst af ráðaleysi og skorti á faglegum og vönduðum vinnubrögðum. Kirkjuþing verður haldið á þriðjudag og munu kirkjunnar menn ekki tjá sig um skýrsluna fyrr en þá. Uppgefin rök eru þau að skýrslan hafi fyrst verið birt í morgun og að menn þurfi tíma til að fara yfir hana. 10. júní 2011 12:15 Vanræktu að skrá bréf um kynferðisbrot Bréf Guðrúnar Ebbu Ólafsdóttur um kynferðisbrot föður hennar var ekki skráð í skjalaskrá Biskupsstofu Íslands fyrir en einu og hálfu eftir að hún sendi bréfið. Karl Sigurbjörnsson biskup sagði við rannsóknarnefnd Kirkjuþings að í bréfinu væru alvarlegar ásakanir gagnvart látnum manni. 11. júní 2011 19:23 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Sjá meira
Karl gerði mistök í máli Guðrúnar Ebbu Rannsóknarnefnd Kirkjuþings kemst meðal annars að þeirri niðurstöðu að Karl Sigurbjörnsson biskup hafi orðið á mistök sem forseti kirkjuráðs varðandi úrlausn mála Guðrúnar Ebbu Ólafsdóttur varðandi erindi sem hún sendi í mars 2009 vegna meintra kynferðisbrota föður síns, Ólafs Skúlasonar. 10. júní 2011 11:17
Biskupsritari Ólafs Skúlasonar segir sig frá kirkjuþingi "Ég hef sagt mig frá Kirkjuþinginu á morgun, þriðjudag. Ég tel að viðbrögð þess verði trúverðugri því færri sem þar eru sem komu við sögu,“ segir Baldur Kristjánsson, sóknarprestur í Ölfusi og fyrrum biskupsritari Ólafs Skúlasonar. Hann biður Sigrúnu Pálínu Ingvarsdóttur, Dagbjörtu Guðmundsdóttur og Stefaníu Þorgrímsdóttur fyrirgefningar. 13. júní 2011 11:07
Vilja biskup burt af kirkjuþingi Óánægja er meðal presta vegna setu Karl Sigurbjörnssonar, biskups Íslands, á Kirkjuþingi sem hefst á morgun. Tveir prestar hafa sagt sig frá þinginu vegna tengsla við mál Ólafs Skúlasonar, fyrrverandi biskups. Annar þeirra er sonur Ólafs. 13. júní 2011 18:47
Boltinn hjá biskupi Sigríður Guðmarsdóttir, sóknarprestur í Grafarholtsprestakalli, segir skýrslu rannsóknarnefndar kirkjuþings vandaða og því beri að fagna. Niðurstöðurnar séu skýrar og nú sé boltinn hjá séra Karli Sigurbjörnssyni, biskupi, og öðrum sem fjallað er um í skýrslunni. Af þeim sökum vill hún ekki segja til um hvort Karl eigi að víkja sem biskup líkt og Sigrún Pálína Ingvarsdóttir, fórnarlamb séra Ólafs Skúlasonar, hefur kallað eftir. 10. júní 2011 21:49
Ræðu biskups beðið Mikil eftirvænting ríkir eftir ræðu Karls Sigurbjörnssonar, biskups, á kirkjuþingi á morgun þegar hann tjáir sig í fyrsta sinn um skýrslu rannsóknarnefndar þjóðkirkjunnar þar sem farið er fyrir biskupsmálið svokallaða og viðbrögð kirkjunnar tilgreind. Viðmælendur fréttastofu úr hópi presta segja að búast megi við uppgjöri. 13. júní 2011 14:45
Biskup rýfur þögnina Karl Sigurbjörnsson, biskup, tjáir sig á eftir í fyrsta sinn um skýrslu rannsóknarnefndar þjóðkirkjunnar þar sem farið er fyrir biskupsmálið svokallaða og viðbrögð kirkjunnar tilgreind. Karl mun ávarpa kirkjuþing en það verður sett klukkan níu í Grensáskirkju. 14. júní 2011 08:28
Orð gegn orði um yfirlýsinguna Þjóðkirkjan Rannsóknarnefnd kirkjuþings telur sig ekki geta skorið úr um það sem fram fór á fundi Sigrúnar Pálínu Ingvarsdóttur með þeim Karli Sigurbjörnssyni, núverandi biskupi, og Hjálmari Jónssyni, núverandi dómkirkjupresti, í Hallgrímskirkju þann 3. mars 1996 sökum þess að orð standi þar gegn orði. 14. júní 2011 03:00
Sigrún Pálína vill að Karl víki sem biskup Sigrún Pálína Ingvarsdóttir, fórnarlamb Ólafs Skúlasonar, lítur ekki á niðurstöður skýrslu rannsóknarnefndar kirkjuþings sem gleðitíðindi. Hún segist hafa beðið eftir þessari niðurstöðu í yfir þrjátíu ár og sorglegt sé að núverandi biskup skuli ekki taka ábyrgð á gjörðum sínum. 10. júní 2011 18:52
Séra Karl Sigurbjörnsson tjáir sig ekki Biskup Íslands, séra Karl Sigurbjörnsson, ætlar ekki að tjá sig um skýrslu rannsóknarnefndar kirkjuþings fyrr en eftir fjóra daga. Fréttastofa óskaði eftir viðtali við Karl í ljósi þess að í skýrslunni kemur fram að hann hafi brugðist á margan hátt og gert mistök þegar biskupsmálið svokallaða kom upp árið 1996 þegar séra Ólafur Skúlason, þáverandi biskup, var sakaður um kynferðisbrot. Þá kemst nefndin að þeirri niðurstöðu að viðbrögð presta og annarra starfsmanna kirkjunnar þegar málið kom upp hafi einkennst af ráðaleysi og skorti á faglegum og vönduðum vinnubrögðum. Kirkjuþing verður haldið á þriðjudag og munu kirkjunnar menn ekki tjá sig um skýrsluna fyrr en þá. Uppgefin rök eru þau að skýrslan hafi fyrst verið birt í morgun og að menn þurfi tíma til að fara yfir hana. 10. júní 2011 12:15
Vanræktu að skrá bréf um kynferðisbrot Bréf Guðrúnar Ebbu Ólafsdóttur um kynferðisbrot föður hennar var ekki skráð í skjalaskrá Biskupsstofu Íslands fyrir en einu og hálfu eftir að hún sendi bréfið. Karl Sigurbjörnsson biskup sagði við rannsóknarnefnd Kirkjuþings að í bréfinu væru alvarlegar ásakanir gagnvart látnum manni. 11. júní 2011 19:23