Vilja biskup burt af kirkjuþingi 13. júní 2011 18:47 Óánægja er meðal presta vegna setu Karl Sigurbjörnssonar, biskups Íslands, á Kirkjuþingi sem hefst á morgun. Tveir prestar hafa sagt sig frá þinginu vegna tengsla við mál Ólafs Skúlasonar, fyrrverandi biskups. Annar þeirra er sonur Ólafs. Kirkjuþingið sem hefst á morgun er eingöngu kallað saman til að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar kirkjuþings. Nú þegar hafa tveir prestar sagt sig frá þinginu vegna tengsla við málið. Í yfirlýsingunni frá Baldri Kristjánsson, sóknarpresti í Ölfusi segist hann hafa sagt sig frá kirkjuþinginu þar sem hann telji viðbrögð þess verða trúverðugri eftir því sem færri sitji þingið sem áttu aðild að málinu á sínum tíma. Hann biður jafnframt fórnarlömb Ólafs Skúlasonar fyrirgefningar á hlut sínum í málinu. Baldur var ávíttur í skýrslunni fyrir að hafa ekki vikið af fundum stjórnar Prestafélags Íslands þegar mál Ólafs Skúlasonar voru þar til umræðu en Baldur var á þessum tíma embættismaður innan kirkjunnar og sagður hafa haft of náin tengsl við yfirmann sinn, biskup Ólaf Skúlason.Sonur Ólafs situr ekki kirkjuþingið „Ég var hluti af því kirkjubatteríi sem var til staðar, þó ég væri embættismaður en ekki prestur, þá var ég hluti af þessu batteríi og skammast mín fyrir það," segir Baldur. Fleiri hafa sagt sig frá kirkjuþingi vegna tengsla við málið. Kristín Þórunn Tómasdóttir í Kjalarnesprófastdæmi mun taka sæti fyrir Skúla Sigurð Ólafsson, son Ólafs Skúlasonar, sem hyggst ekki sitja á þinginu sökum fjölskyldutengsla.Dónaskapur gagnvart þjóðinni En einn maður, sem oft kemur fyrir í skýrslunni efast ekki um hæfi sitt til að sitja á kirkjuþinginu. Karl Sigurbjörnsson er ekki kosinn á kirkjuþingið en hefur þar málfrelsi og tillögurétt. Prestur sem fréttastofa rædi við sagði setu Karls á þinginu vera dónaskap gagnvart þjóðinni. Í rannsóknarskýrslunni er Karl meðal annars gagnrýndur fyrir að hafa stungið bréfi Guðrúnar Ebbu Ólafsdóttur, dóttur fyrrverandi biskups, undir stól og ekki skráð það í skjalaskrá Biskupsstofu Íslands fyrr en einu og hálfu ári eftir að hún sendi bréfið, þar sem hún óskaði eftir fundi vegna kynferðisbrota föður síns. Þá telur rannsóknarnefndin að kirkjuráð hafi brotið landslög árið 1996 þegar það lýsti yfir stuðningi við Ólaf Skúlason, þáverandi biskup, vegna ásakanna um kynferðisbrot en í kirkjuráði sat þá Karl Sigurbjörnsson. Sigrún Pálína Ingvarsdóttir, ein af fórnarlömbum Ólafs, sagði í fréttum okkar á dögunum það vera sorglegt að Karl axli ekki ábyrgð á gjörðum sínum. Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Sjá meira
Óánægja er meðal presta vegna setu Karl Sigurbjörnssonar, biskups Íslands, á Kirkjuþingi sem hefst á morgun. Tveir prestar hafa sagt sig frá þinginu vegna tengsla við mál Ólafs Skúlasonar, fyrrverandi biskups. Annar þeirra er sonur Ólafs. Kirkjuþingið sem hefst á morgun er eingöngu kallað saman til að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar kirkjuþings. Nú þegar hafa tveir prestar sagt sig frá þinginu vegna tengsla við málið. Í yfirlýsingunni frá Baldri Kristjánsson, sóknarpresti í Ölfusi segist hann hafa sagt sig frá kirkjuþinginu þar sem hann telji viðbrögð þess verða trúverðugri eftir því sem færri sitji þingið sem áttu aðild að málinu á sínum tíma. Hann biður jafnframt fórnarlömb Ólafs Skúlasonar fyrirgefningar á hlut sínum í málinu. Baldur var ávíttur í skýrslunni fyrir að hafa ekki vikið af fundum stjórnar Prestafélags Íslands þegar mál Ólafs Skúlasonar voru þar til umræðu en Baldur var á þessum tíma embættismaður innan kirkjunnar og sagður hafa haft of náin tengsl við yfirmann sinn, biskup Ólaf Skúlason.Sonur Ólafs situr ekki kirkjuþingið „Ég var hluti af því kirkjubatteríi sem var til staðar, þó ég væri embættismaður en ekki prestur, þá var ég hluti af þessu batteríi og skammast mín fyrir það," segir Baldur. Fleiri hafa sagt sig frá kirkjuþingi vegna tengsla við málið. Kristín Þórunn Tómasdóttir í Kjalarnesprófastdæmi mun taka sæti fyrir Skúla Sigurð Ólafsson, son Ólafs Skúlasonar, sem hyggst ekki sitja á þinginu sökum fjölskyldutengsla.Dónaskapur gagnvart þjóðinni En einn maður, sem oft kemur fyrir í skýrslunni efast ekki um hæfi sitt til að sitja á kirkjuþinginu. Karl Sigurbjörnsson er ekki kosinn á kirkjuþingið en hefur þar málfrelsi og tillögurétt. Prestur sem fréttastofa rædi við sagði setu Karls á þinginu vera dónaskap gagnvart þjóðinni. Í rannsóknarskýrslunni er Karl meðal annars gagnrýndur fyrir að hafa stungið bréfi Guðrúnar Ebbu Ólafsdóttur, dóttur fyrrverandi biskups, undir stól og ekki skráð það í skjalaskrá Biskupsstofu Íslands fyrr en einu og hálfu ári eftir að hún sendi bréfið, þar sem hún óskaði eftir fundi vegna kynferðisbrota föður síns. Þá telur rannsóknarnefndin að kirkjuráð hafi brotið landslög árið 1996 þegar það lýsti yfir stuðningi við Ólaf Skúlason, þáverandi biskup, vegna ásakanna um kynferðisbrot en í kirkjuráði sat þá Karl Sigurbjörnsson. Sigrún Pálína Ingvarsdóttir, ein af fórnarlömbum Ólafs, sagði í fréttum okkar á dögunum það vera sorglegt að Karl axli ekki ábyrgð á gjörðum sínum.
Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Sjá meira