Erlent

Berlusconi beið pólitískan ósigur

Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, beið mikinn pólitískan ósigur í gær þegar Ítalar felldu úr gildi lög ríkisstjórnar hans um kjarnorku, einkavæðingu og friðhelgi ráðherra.

Allt voru þetta mál sem Berlusconi hafði sjálfur barist fyrir. Einkavæðing vatnsveitna, fjárfesting í kjarnorkuverum og friðhelgi ráðherra gegn lögsóknum. Og ítalska þjóðin kolfelldi öll málin þrjú. Merki er um að völd forsætisráðherrans umdeilda fari þverrandi.

Andstæðingar kjarnorkuvera fönguðu á götum Rómarborgar, „Þetta er mjög einfalt. 22,5 milljónir Ítala sögðu já. Jáið þýðir. Ég vil ekki kjarnorku í þessu landi," segir Salvatore Barbera, talsmaður Greenpeace.

Berlusconi bar sig vel þrátt fyrir ósigurinn. „Vegna þeirrar ákvörðunar sem ítalska þjóðin hefur nú tekið í þjóðaratkvæðagreiðslu verðum við nú að hætta við kjarnorkuverin. Við verðum því að snúa okkur að endurnýjanlegri orku," segir Berlusconi

Lögin um friðhelgi ráðherra voru sérstak áhugamál Berlusconi enda sætir hann ákærum í fjórum sakamálum og er meðal annars sakaðar um um að hafa haft samræði við stúlku undir lögaldri. Berlusconi neitar þessum ásökunum en stjónrnmálaskýrendur tala um að farið sé að hitna undir forsætisráðherranum. „Flokki Berlusconis hefur verið stjórnað af einum manni í 17 ár. Hann hefur ekki kerfi til að velja eftirmann því flokkurinn er Berlusconi," segir James Walston, stjórnmálafræðingur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×