Handbolti

Björgvin Þór á leið til þýska liðsins Rheinland

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Björgvin Þór Hólmgeirsson.
Björgvin Þór Hólmgeirsson. Mynd/Stefán
Björgvin Þór Hólmgeirsson sem leikið hefur með Haukum í N1 deild karla í handbolta undanfarin tvö ár hefur ákveðið að ganga til liðs við þýska liðið Rheinland sem féll úr þýsku úrvalsdeildinni í vor.

Björgvin gerir eins árs samning við þýska félagið og getur framlengt samning sinn til eins árs til viðbótar líki honum vistin. Björgvin var markahæsti leikmaður Hauka á síðustu leiktíð með 108 mörk eða 5,4 mörk að meðaltali í leik.

Rheinland mun leika í B-deildinni á næstu leiktíð en deildin verður skipuð 18 liðum og verður án nokkurs vafa eins sterkasta deild heims.

Rheinland lent í fjárhagserfiðleikum á síðustu leiktíð en peningavandræði félagsins leystust á vormánuðum. Rheinland hefur um nokkurn tíma verið með Björgvin Þór Hólmgeirsson til skoðunar en samkvæmt heimildum fréttastofu mun hann skrifa undir samninginn a þriðjudag eða miðvikudag.

Þetta er annað árið í röð sem Haukamaður gengur til liðs við Rheinland en í fyrrasumar fór Sigurbergur Sveinsson til þýska liðsins. Sigurbergur kláraði hinsvegar tímabilið með Hannover-Burgdorf.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×