Button: Besti sigurinn á ferlinum 13. júní 2011 00:58 Jenson Button fagnar sigri með McLaren liðinu í Montreal í Kanada. Mynd: Vodafone McLaren Jenson Button telur að sigur hans á Gilles Villeneuve Formúlu 1 brautinni í Montreal í Kanada á sunnudag hafi verið sá besti sem hann hefur náð að landa á ferlinum. Hann komst framúr Sebastian Vettel í síðasta hring, eftir að hafa verið síðastur í mótinu um tíma. „Þetta er besti sigur minn á ferlinum og þetta er því sérstakur dagur. Ég barðist frá síðasta sæti í það fyrsta og fór framúr bílum fyrir framan mig í brautinni. Að vinna með því að komast framúr keppinautum í brautinni gerir þetta enn betra", sagði Button í fréttatilkynningu frá McLaren. „Það er alltaf erfitt að keyra við breytilegar aðstæður, en ég elska þegar maður þarf að leita eftir gripi á brautinni, frekar en að vita hvar það er að finna. Þetta var magnaður sigur og hefði vart getað verið betri. Sérstaklega þar sem ég hélt að við værum með unnið mót í Mónakó, en .ar ueðum við fyrir vonbrigðum. Ég var heppinn að Sebastian (Vettel) gerði mistök í síðasta hring, en ég tel að ég hafi átti heppni skilið!" Button lenti í samstuði við liðsfélaga sinn Lewis Hamilton í Montreal mótinu, þegar Hamilton reyndi framúrakstur. „Ég sá ekki neitt fyrir aftan mig nema þokukenndan Vodafone eldinga rauðan lit, en það hefði getað verið afturvængurinn minn, þar sem hann er eins á litinn og hjá Hamilton. Ég færði mig til vinstri, sem er aksturslínan, fann högg og taldi þessu vera lokið hjá okkur báðum. Lewis veit ég gerði þetta ekki viljandi og ég veit að hann gerði þetta ekki viljandi. Ég ræddi við hann fyrir endurræsinguna og allt er í lagi." „Ég vil óska Dave (Robson), keppnis-verkfræðingi mínum til hamingju. Við höfum ekki unnið mót saman áður og þetta er því sérstakt fyrir hann eins og mig. Nú vill ég bara njóta augnabliksins. Ég hef beðið þess lengi og þetta hefði ekki getað verið sætara. Ég get ekki hætt að brosa núna!", sagði Button. Formúla Íþróttir Mest lesið Býst ekki við neinni aðstoð frá Slóvenum Handbolti „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Fleiri fréttir Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Jenson Button telur að sigur hans á Gilles Villeneuve Formúlu 1 brautinni í Montreal í Kanada á sunnudag hafi verið sá besti sem hann hefur náð að landa á ferlinum. Hann komst framúr Sebastian Vettel í síðasta hring, eftir að hafa verið síðastur í mótinu um tíma. „Þetta er besti sigur minn á ferlinum og þetta er því sérstakur dagur. Ég barðist frá síðasta sæti í það fyrsta og fór framúr bílum fyrir framan mig í brautinni. Að vinna með því að komast framúr keppinautum í brautinni gerir þetta enn betra", sagði Button í fréttatilkynningu frá McLaren. „Það er alltaf erfitt að keyra við breytilegar aðstæður, en ég elska þegar maður þarf að leita eftir gripi á brautinni, frekar en að vita hvar það er að finna. Þetta var magnaður sigur og hefði vart getað verið betri. Sérstaklega þar sem ég hélt að við værum með unnið mót í Mónakó, en .ar ueðum við fyrir vonbrigðum. Ég var heppinn að Sebastian (Vettel) gerði mistök í síðasta hring, en ég tel að ég hafi átti heppni skilið!" Button lenti í samstuði við liðsfélaga sinn Lewis Hamilton í Montreal mótinu, þegar Hamilton reyndi framúrakstur. „Ég sá ekki neitt fyrir aftan mig nema þokukenndan Vodafone eldinga rauðan lit, en það hefði getað verið afturvængurinn minn, þar sem hann er eins á litinn og hjá Hamilton. Ég færði mig til vinstri, sem er aksturslínan, fann högg og taldi þessu vera lokið hjá okkur báðum. Lewis veit ég gerði þetta ekki viljandi og ég veit að hann gerði þetta ekki viljandi. Ég ræddi við hann fyrir endurræsinguna og allt er í lagi." „Ég vil óska Dave (Robson), keppnis-verkfræðingi mínum til hamingju. Við höfum ekki unnið mót saman áður og þetta er því sérstakt fyrir hann eins og mig. Nú vill ég bara njóta augnabliksins. Ég hef beðið þess lengi og þetta hefði ekki getað verið sætara. Ég get ekki hætt að brosa núna!", sagði Button.
Formúla Íþróttir Mest lesið Býst ekki við neinni aðstoð frá Slóvenum Handbolti „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Fleiri fréttir Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira