Erlent

Ekkert salt á veitingastöðum

Salt.
Salt. Mynd/AP
Heilbrigðisyfirvöld í Buenos Aires, höfuðborg Argentínu, vinna þessa dagana að því að sporna við háum blóðþrýstingi borgarbúa og hyggjast í þeim tilgangi gripa til þess ráðs að láta fjarlægja alla saltstauka af borðum veitingahúsa í borginni.

Samkomulag náðist um þetta efni á milli heilbrigðisyfirvalda og hótel- og veitingahúsasambandsins þar í landi, en of hár blóðþrýstingur hrjáir um 3,7 milljónir íbúa á svæðinu, sem er tæpur fjórðungur heildaríbúatölunnar.

Heilbrigðisráðherrann, Alejandro Collia, sagði Argentínumenn borða um 13 grömm af salti á dag að meðaltali á meðan Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segði að miða ætti við að hver maður innbyrði undir fimm grömmum á dag.

Aðgerðirnar eru þó ekki jafn öfgafullar og hljómar í fyrstu, því saltstaukarnir verða enn í boði fyrir þá veitingahúsagesti sem um þá biðja, en þó verður það skilyrði sett að bragðað sé á matnum fyrst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×