Erlent

5000 druslur í London

Frá druslugöngu í Toronto.
Frá druslugöngu í Toronto.
Skipuleggjendur "druslugöngunnar" í London segja að hátt í 5.000 manns hafi tekið þátt í göngunni í dag en þar mátti sjá konur arka um strætin í netasokkabuxum og brjóstarhöldurum, undir slagorðum á borð við "Brjóstaskora er ekki samþykki".

Fyrsta druslugangan var skipulögð í Kanada í mótsvari við ummæli þarlends lögregluþjóns en hann hafði látið þau orð falla að nemendur ættu að forðast það að klæða sig eins og druslur til þess að koma í veg fyrir að brotið yrði á þeim. Síðan þá hafa þúsundir kvenna og karla um allan heim haldið út á göturnar til þess að vekja athygli á menningu sem felli sökina á fórnalambið, ekki afbrotamanninn.

Þessa dagana vinna skipuleggjendur hér á landi að því að undirbúa fyrstu íslensku druslugönguna, en hún mun eiga sér stað í Reykjavík þann 23. júlí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×