Erlent

Sökudólgurinn í E. coli faraldrinum fundinn

Staðfest hefur verið að E. coli faraldurinn megi rekja til baunaspírubúgarðs nærri Hamburg.
Staðfest hefur verið að E. coli faraldurinn megi rekja til baunaspírubúgarðs nærri Hamburg. Mynd/AP
"Það eru baunaspírurnar". Þetta segir Reinard Burger, yfirmaður þýsku smitsjúkdómamiðstöðvarinnar en E. coli faraldurinn í Norður-Þýskalandi hefur verið rakinn til baunaspírubúgarðs nærri Hamburg.

Yfirvöld í Þýskalandi sögðu í gær að þó svo þessar niðurstöður hefðu verið staðfestar eigi enn eftir að komast að því hvernig bakterían hefði komist í spírurnar. Það léki þó enginn vafi á því að sökudólgurinn væri fundinn.

Burger segir þúsundir prófa sem gerð hafi verið á tómötum, káli og gúrkum öll hafa gefið neikvæðar niðurstöður, en þó skuli ekki fagna alveg strax þar sem ekki sé hægt að treysta á að öllum sýktum spírum hafi verið hent eða þær þegar borðaðar. Hann segir líklegt að fleiri tilfelli komi upp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×