Erlent

Flóttamenn streyma til Tyrklands

Frá mótmælum í Damaskus, höfuðborg Sýrlands, þann 9. júní síðastliðinn.
Frá mótmælum í Damaskus, höfuðborg Sýrlands, þann 9. júní síðastliðinn. Mynd/AP
Að minnsta kosti 4.300 manns hafa nú flúið ofbeldið í Sýrlandi og leitað skjóls í Tyrklandi en 32 týndu lífinu í átökum þar í landi síðastliðinn föstudag. Rauntala flóttamanna er þó talin mun hærri en opinberar tölur segja til um þar sem margir hafi komist óséðir yfir landamærin.

Mótmæli gegn sýrlenskum stjórnvöldum hófust í mars á þessu ári og hafa hundruð manna látið lífið, en bandarísk stjórnvöld hafa opinberlega fordæmt það ofbeldi sem beitt hefur verið gegn mótmælendum af hálfu sýrlenskra stjórnvalda og krefjast því að öllum slíkum aðgerðum sé hætt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×