Erlent

Öskuskýið frá Chile stöðvar flug í Nýja Sjálandi

Askan úr Puyehue hefur ollið miklum truflunum á flugi í Suður Ameríku síðustu daga og stefnir nú til Nýja Sjálands.
Askan úr Puyehue hefur ollið miklum truflunum á flugi í Suður Ameríku síðustu daga og stefnir nú til Nýja Sjálands. Mynd/AP
Puyehue-eldfjallið sem nú gýs í Chile hefur valdið töluverðum truflunum á flugi í Argentínu, Úrúgvæ og hluta Brasilíu undanfarna daga, en nú lítur út fyrir að öskuskýið úr fjallinu sé farið að teygja sig vestur til Nýja Sjálands.

Greint er frá því í þarlendum miðlum að Nýsjálendingar hafi orðið varir við fagurrautt öskusólarlag í gærkvöld, og hefur Ástralska flugfélagið Qantas þegar aflýst flugum til nágrannaþjóðarinnar þar sem búist er við því að öskuskýið muni þekja allt landið.

Fjallið, sem hóf að gjósa þann fjórða júní, fór að sýna aukna skjálftavirkni síðastliðinn fimmtudag en yfirvöld óttast að miklar rigningar undanfarna daga geti ollið skriðuföllum úr fjallinu. Flestir íbúar í nágrenni eldfjallsins hafa þegar flúið svæðið, en sérstök lögreglusveit var send út í gær til að sækja þá 14 íbúa sem eftir eru, gegn þeirra vilja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×