Erlent

NATO telur Gaddafi vera lögmætt skotmark

Háttsettur yfirmaður hjá NATO segir að Muammar Gaddafi leiðtogi Líbýu sé lögmætt skotmark í árásum NATO á landið.

Þetta kemur fram í frétt á CNN um málið. Aðspurður um hvort NATO legði sig fram um að ná til Gaddafi vildi þessi yfirmaður ekki svara þeirri spurningu.

Yfirmaður þessi vitnaði í samþykkt Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og segir að samkvæmt henni sé Gaddafi skotmark þar sem leiðtoginn sé jafnframt æðsti yfirmaður hersins í Líbýu.

NATO hefur verið að auka þrýstinginn á Gaddafi að undanförnu með því að fjölga loftárásum á hersveitir hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×