Innlent

Enn er fundað í Karphúsinu

Mynd/Pjetur
„Fundurinn stendur enn yfir,“ segir Elísabet S. Ólafsdóttir, skrifstofustjóri hjá Ríkissáttasemjara, um fund í kjaradeilu flugmanna og Icelandair sem hófst klukkan 11 í morgun. Hún gerir ráð fyrir að fundurinn muni standa eitthvað fram á kvöld. Samningafundi sem hófst í húsakynnum Ríkissáttasemjara um hádegisbil í gær var frestað klukkan tvö í nótt.

Líkt og greint var frá fyrr í daga hefur Icelandair fellt niður flugferðir félagsins til og frá París á morgun, sökum yfirvinnubanns flugmanna. Um er að ræða flug klukkan eitt í nótt sem fara átti til Parísar og flug frá Charles de Gaulle flugvelli í París sem fara átti í loftið klukkan átta í fyrramálið að staðartíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×