Innlent

Aukinn við­búnaður til að bregðast við eggvopnaógn

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
150 ár eru síðan fyrsta þjóðhátíðin var haldin í Vestmannaeyjum. 
150 ár eru síðan fyrsta þjóðhátíðin var haldin í Vestmannaeyjum.  Vísir

Undirbúningur viðbragðsaðila fyrir þjóðhátíð í Vestmannaeyjum er í fullum gangi. Lögregla hefur aukið viðbúnað í Dalnum til að bregðast við tiltölulega nýtilkominni eggvopnamenningu hér á landi.

„Menn hafa auðvitað áhyggjur af veðurspánni. Það verður allt erfiðara ef það er mjög blautt eða vindur. Það gerir allt svolítið þyngra,“ segir Karl Gauti Hjaltason lögreglustjóri í Vestmannaeyjum í samtali við fréttastofu. Óhætt er að segja að veðurspáin yfir helgina í Vestmannaeyjum hafi oft verið fýsilegri.

„Þessa dagana erum við að beina sjónum okkar að því að koma í veg fyrir að þessi eggvopnamenning berist hingað. Við erum með viðbúnað gagnvart því og aukinn viðbúnað lögreglu til að bregðast við ef það gerist,“ segir Karl Gauti. 

Síðdegis í dag koma fleiri lögreglumenn til Vestmannaeyja til að standa vaktina yfir helgina að sögn Karls Gauta, sem segir undirbúning í fullum gangi.

„Það er búið að reisa tjaldsúlurnar og setningin er á morgun. Þannig að undirbúningur er á fullu.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×