Innlent

Em­bættis­taka, Covid-19 og hótanir í garð lög­reglu

Árni Sæberg skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á slaginu 12:00.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á slaginu 12:00. Vísir

Halla Tómasdóttir verður sett í embætti sem sjöundi forseti Íslenska lýðveldisins í dag, önnur kvenna til að gegna embættinu. Í fyrsta sinn í lýðveldissögunni verða þrír fyrrverandi forsetar viðstaddir athöfina. Greint verður frá því hvernig athöfnin fer fram í hádegisfréttum á Bylgjunni, en hún verður í beinu streymi á Vísi og hefst klukkan 15:30.

Fjöldi covidsmitaðra hefur dregist verulega saman síðan toppi var náð fyrir tveimur vikum. Sóttvarnarlæknir segir Covid-19 komið til að vera og Íslendingar þurfi að lifa með veirunni. Rætt verður við Guðrúnu Aspelund sóttvarnalækni um stöðu mála.

Ríkislögreglustjóri segir að hótunum í garð opinberra starfsmanna sé framfylgt og unnið sé að því að tryggja öryggi lögreglumanna, en árásum gegn þeim og öðrum opinberum starfsmönnum hefur fjölgað.

Þessi mál og fleiri í hádegisfréttum á Bylgjunni klukkan tólf, auk þess sem Valur Páll Eiríksson íþróttafréttamaður kemur í hljóðver með þéttan sportpakka.

Þetta og margt fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu tólf á samtengdum rásum og í spilaranum hér að neðan:

Klippa: Hádegisfréttir Bylgjunnar 1. ágúst 2024



Fleiri fréttir

Sjá meira


×