Innlent

Sjúkraliðar hjá borginni hóta aðgerðum

Hluti fundarmanna.
Hluti fundarmanna. Mynd/Heimasíða Sjúkraliðafélags Íslands
Sjúkraliðar sem starfa hjá Reykjavíkurborg mótmæla harðlega þeim drætti sem orðið hefur á gerð kjarasamnings við þá en borgin hefur ekki samið við sjúkraliða síðan í júní 2008. Þeir hóta að beita vopnum sem bíta.

„Undanbrögð stjórnar meirihluta borgarinnar eru þeim einum til skammar og verða ekki skilin á annan hátt en algjört virðingarleysi fyrir störfum kvennastétta,“ segir í ályktun sem samþykkt var á fundi sjúkraliða fyrr í dag.

Fundurinn vekur athygli stjórnenda á þeirri staðreynd að sjúkraliðar sem starfa hjá heilbrigðisstofnunum ríkisins hafa samið tvívegis á fyrrnefndu tímabili. „Þess er krafist að kjörin verði leiðrétt án frekari tafa. Verði stjórnendur Reykjavíkurborgar ekki við kröfum stéttarinnar, er fyrirsjáanlegt að langlundargeðið sé þrotið og munu sjúkraliðar beita þeim vopnum er bíta, eða leita á annan vettvang þar sem störf þeirra eru metin að verðleikum.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×