Íslenski boltinn

Jóhannes Karl og Vanda láta af störfum hjá Breiðabliki

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Jóhannes Karl og Vanda fylgjast með gangi mála í tapleiknum gegn Þór/KA í gær
Jóhannes Karl og Vanda fylgjast með gangi mála í tapleiknum gegn Þór/KA í gær Mynd/HAG
Knattspyrnudeild Breiðabliks sendi frá sér fréttatilkynningu fyrir stundu þess efnis að Jóhannesi Karli Sigursteinssyni aðalþjálfara og Vöndu Sigurgeirsdóttur aðstoðarþjálfara hefði verið sagt upp störfum hjá meistaraflokki félagsins.

Kvennalið Breiðabliks hefur aðeins unnið tvo leiki í Pepsi-deildinni í sumar og situr í sjöunda sæti með sjö stig að loknum sjö umferðum. Í viðtali Vísis við Fanndísi Friðriksdóttur leikmanns Breiðabliks í gær að loknu 4-2 tapi gegn Þór/KA kom fram að árangurinn í sumar hafi engan veginn verið á þeirri braut sem liðið hafi ætlað sér.

Þá er liðið dottið úr leik í Valitor-bikarnum í knattspyrnu.

Í tilkynningunni segir að knattspyrnudeild Breiðabliks muni tilkynna um nýjan þjálfara á næstunni. Þeim Jóhannesi og Vöndu er þakkað samstarfið á liðnum árum og óskað velfarnaðar í framtíðinni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×