Fótbolti

Pálmi Rafn skoraði fyrir Stabæk í 3-3 jafntefli gegn toppliðinu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Pálmi Rafn. Mynd/Stefán
Pálmi Rafn. Mynd/Stefán
Fimm leikir fóru fram í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag og mörkin létu ekki á sér standa.

Stórleikur helgarinnar var viðureign Tromsö og Stabæk en leikurin fór 3-3 eftir hörku knattspyrnuleik. Fyrir leikinn var Tromsö á toppi deildarinnar en Stabæk var í fimmta sæti. Pálmi Rafn Pálmason skoraði eitt marka Stabæk í leiknum.

Stabæk komst í 3-1 en heimmenn gáfust ekki upp og skoruðu tvö mörk í síðari hálfleik auk þess sem Tromsö misnotaði eina vítaspyrnu. Liðin héldu stöðu sinni í deildinni.

Fredrikstad vann skyldusigur gegn botnliði Sogndal, 0-1, og er en í sjöunda sæti deildarinnar, en Sogndal er sem fyrr á botninum.

Úrslit dagsins:



Sogndal  0 – 1  Fredrikstad

Odd Grenland  1 – 0  Molde

Start Kristiansand  0 – 2  Vålerenga Oslo

Stromsgodset  3 – 1  Haugesund

Tromsö  3 – 3  Stabæk




Fleiri fréttir

Sjá meira


×