Það gengur illa hjá kylfingnum Tiger Woods að koma sér í form og hann hefur nú neyðst til þess að draga sig úr AT&T-mótinu í næstu viku vegna meiðsla.
"Skipun frá lækninum," sagði Tiger á Twitter en hann ætlar samt að mæta á mótið enda er styrktarsjóður hans tengdur mótinu.
Tiger gat ekki tekið þátt í US Open og hann er nú í kapphlaupi við að ná opna breska meistaramótinu sem hefst 14. júlí.
Tiger hefur ekkert gefið upp um hvort hann stefni á að ná opna breska mótinu. Hann hefur ekki tekið þátt í móti í tvo mánuði og hrapar niður heimslistann í hverri viku.
