Meistaradeildin og Evrópudeild UEFA áfram á Stöð 2 sport 22. júní 2011 12:30 Ibrahim Afellay leikmaður Barcelona fagnar hér sigri liðsins í Meistaradeild Evrópu þann 28. maí s.l. Nordic Photos/Getty Images UEFA og 365 miðlar hafa gert samkomulag um áframhaldandi samstarf um Meistaradeild Evrópu í fótbolta og verður keppnin sýnd á sportstöðvum Stöðvar 2 líkt og undanfarin ár. Samningurinn er til þriggja ára, 2012-2015. Alls verða 10 beinar útsendingar frá hverri umferð ásamt samantektarþáttum sýndar á Stöð 2 sport. Að auki var einnig samið um sýningarréttinn á Evrópudeild UEFA fyrir sama tímabil, 2012-2015. Í samkomulaginu felst að Stöð 2 Sport mun sýna beint frá öllum helstu leikjunum í Meistaradeild Evrópu og sjónvarpsþætti með ítarlegri umfjöllun um hverja leikviku. Meistaradeild Evrópu er óumdeilanlega sterkasta keppni félagsliða í heiminum og hefur notið vaxandi vinsælda um allan heim. Er svo komið að leikmenn og þjálfarar stærstu liða í heimi telja þátttöku í Meistaradeildinni til mestu afreka sem hægt er að áorka í knattspyrnu. Líkt og undanfarin ár mun Stöð 2 Sport einnig sýna helstu leikina í Evrópudeildinni (áður Evrópukeppni félagsliða) í beinni útsendingu og sjónvarpsþætti með samantekt á öllum leikjum hverrar umferðar. Fyrirkomulag og umfang Evrópudeildarinnar hefur tekið miklum breytingum og vegur hennar sem sjónvarpsefnis í Evrópu vaxið hratt samhliða. Það er yfirlýst markmið UEFA að Evrópudeildin nái sömu stærðargráðu og Meistaradeild Evrópu. Stöð 2 Sport mun áfram kappkosta að gera báðum keppnum hátt undir höfði. Áætlaður fjöldi beinna útsendinga frá þessum tveimur keppnum á komandi leiktíð verður um 300 talsins. Þar að auki mun Stöð 2 Sport bjóða áfram upp á beinar útsendingar frá Spænska boltanum, Ensku bikarkeppnunum, Pepsi-deildinni, Valitor-bikarnum, NBA körfuboltanum, Iceland Express-deildinni í körfubolta og stórmótum í golfi á borð við US Masters o.s.frv. Að ógleymdum beinum útsendingum frá nær öllum leikjum í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta (Barclays Premier League) á Sport 2. Þjónusta 365 miðla við áhugamenn um Meistaradeild Evrópu og Evrópudeildina verður aukin á komandi leiktíð. Sýningarrétturinn nær einnig til dreifingar efnisins á netinu og um farsíma og tryggir þannig knattspyrnuáhugamönnum á Íslandi fjölbreyttari aðgang að efninu, en mikill vöxtur hefur verið í nýtingu sambærilegrar þjónustu á netinu og um farsíma frá Ensku úrvalsdeildinni á undanförnum misserum. Þá verður boðið upp á fleiri beinar útsendingar í háskerpu (HD) auk áframhaldandi tilrauna með þrívíddarútsendingar en úrslitaleikur Meistaradeildarinnar í maí á þessu ári var fyrsta sjónvarpsútsendingin í þrívídd á Íslandi. Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu Mest lesið Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Fótbolti Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina Fótbolti X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Fótbolti Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi Fótbolti „Leikplan sem við vorum ekki alveg tilbúnir í“ Fótbolti „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Handbolti „Bara svona skítatilfinning“ Handbolti „Það er hundleiðinlegt að tapa svona stórt“ Fótbolti Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Handbolti Hareide: „Verður að spyrja KSÍ“ Fótbolti Fleiri fréttir Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina „Leikplan sem við vorum ekki alveg tilbúnir í“ Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi „Það er hundleiðinlegt að tapa svona stórt“ Hareide: „Verður að spyrja KSÍ“ „Ætla ekki að standa hérna og tala um einhverja einstaklinga“ Umfjöllun: Wales - Ísland 4-1 | Vonin dó í seinni hálfleik og Ísland gæti fallið X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Gyökeres skoraði fernu fyrir Svía í Þjóðadeildinni Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Svartfellingar unnu Tyrki óvænt og hjálpuðu Wales upp í A-deild Guardiola framlengir við Man. City Sjáðu Andra Lucas skora og Wales svara með fjórum mörkum Hefur ekki rætt við Hareide: „Klárlega búið að ganga vel hjá honum“ Gerir þrjár breytingar á sigurliðinu í Svartfjallalandi Klopp vildi fá Antony í stað Salah Þórdís Elva semur við Þróttara Af hverju er San Marínó framar í röðinni en Ísland? Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Hareide ætlar að stöðva taplausa hrinu Wales Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Aron á leið til Katar og verður ekki á leik kvöldsins Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fyrirliðinn trúir: „Ansi mörg vopn sem við höfum upp á að bjóða“ Daðrað við elítuna eða hætta á falli? Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Hringir og hringir en fær alltaf nei Sjá meira
UEFA og 365 miðlar hafa gert samkomulag um áframhaldandi samstarf um Meistaradeild Evrópu í fótbolta og verður keppnin sýnd á sportstöðvum Stöðvar 2 líkt og undanfarin ár. Samningurinn er til þriggja ára, 2012-2015. Alls verða 10 beinar útsendingar frá hverri umferð ásamt samantektarþáttum sýndar á Stöð 2 sport. Að auki var einnig samið um sýningarréttinn á Evrópudeild UEFA fyrir sama tímabil, 2012-2015. Í samkomulaginu felst að Stöð 2 Sport mun sýna beint frá öllum helstu leikjunum í Meistaradeild Evrópu og sjónvarpsþætti með ítarlegri umfjöllun um hverja leikviku. Meistaradeild Evrópu er óumdeilanlega sterkasta keppni félagsliða í heiminum og hefur notið vaxandi vinsælda um allan heim. Er svo komið að leikmenn og þjálfarar stærstu liða í heimi telja þátttöku í Meistaradeildinni til mestu afreka sem hægt er að áorka í knattspyrnu. Líkt og undanfarin ár mun Stöð 2 Sport einnig sýna helstu leikina í Evrópudeildinni (áður Evrópukeppni félagsliða) í beinni útsendingu og sjónvarpsþætti með samantekt á öllum leikjum hverrar umferðar. Fyrirkomulag og umfang Evrópudeildarinnar hefur tekið miklum breytingum og vegur hennar sem sjónvarpsefnis í Evrópu vaxið hratt samhliða. Það er yfirlýst markmið UEFA að Evrópudeildin nái sömu stærðargráðu og Meistaradeild Evrópu. Stöð 2 Sport mun áfram kappkosta að gera báðum keppnum hátt undir höfði. Áætlaður fjöldi beinna útsendinga frá þessum tveimur keppnum á komandi leiktíð verður um 300 talsins. Þar að auki mun Stöð 2 Sport bjóða áfram upp á beinar útsendingar frá Spænska boltanum, Ensku bikarkeppnunum, Pepsi-deildinni, Valitor-bikarnum, NBA körfuboltanum, Iceland Express-deildinni í körfubolta og stórmótum í golfi á borð við US Masters o.s.frv. Að ógleymdum beinum útsendingum frá nær öllum leikjum í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta (Barclays Premier League) á Sport 2. Þjónusta 365 miðla við áhugamenn um Meistaradeild Evrópu og Evrópudeildina verður aukin á komandi leiktíð. Sýningarrétturinn nær einnig til dreifingar efnisins á netinu og um farsíma og tryggir þannig knattspyrnuáhugamönnum á Íslandi fjölbreyttari aðgang að efninu, en mikill vöxtur hefur verið í nýtingu sambærilegrar þjónustu á netinu og um farsíma frá Ensku úrvalsdeildinni á undanförnum misserum. Þá verður boðið upp á fleiri beinar útsendingar í háskerpu (HD) auk áframhaldandi tilrauna með þrívíddarútsendingar en úrslitaleikur Meistaradeildarinnar í maí á þessu ári var fyrsta sjónvarpsútsendingin í þrívídd á Íslandi.
Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu Mest lesið Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Fótbolti Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina Fótbolti X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Fótbolti Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi Fótbolti „Leikplan sem við vorum ekki alveg tilbúnir í“ Fótbolti „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Handbolti „Bara svona skítatilfinning“ Handbolti „Það er hundleiðinlegt að tapa svona stórt“ Fótbolti Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Handbolti Hareide: „Verður að spyrja KSÍ“ Fótbolti Fleiri fréttir Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina „Leikplan sem við vorum ekki alveg tilbúnir í“ Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi „Það er hundleiðinlegt að tapa svona stórt“ Hareide: „Verður að spyrja KSÍ“ „Ætla ekki að standa hérna og tala um einhverja einstaklinga“ Umfjöllun: Wales - Ísland 4-1 | Vonin dó í seinni hálfleik og Ísland gæti fallið X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Gyökeres skoraði fernu fyrir Svía í Þjóðadeildinni Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Svartfellingar unnu Tyrki óvænt og hjálpuðu Wales upp í A-deild Guardiola framlengir við Man. City Sjáðu Andra Lucas skora og Wales svara með fjórum mörkum Hefur ekki rætt við Hareide: „Klárlega búið að ganga vel hjá honum“ Gerir þrjár breytingar á sigurliðinu í Svartfjallalandi Klopp vildi fá Antony í stað Salah Þórdís Elva semur við Þróttara Af hverju er San Marínó framar í röðinni en Ísland? Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Hareide ætlar að stöðva taplausa hrinu Wales Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Aron á leið til Katar og verður ekki á leik kvöldsins Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fyrirliðinn trúir: „Ansi mörg vopn sem við höfum upp á að bjóða“ Daðrað við elítuna eða hætta á falli? Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Hringir og hringir en fær alltaf nei Sjá meira