Innlent

Víðir í öðru sæti í verðkönnun ASÍ - Bónus oftast með lægsta verðið

Mynd/Vilhelm
Bónus var oftast með lægsta verðið þegar verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð á matvöru í lágvöruverðsverslunum og þjónustuverslunum víðsvegar um landið síðastliðinn mánudag. Verslunin Víðir, sem er nú með í verðkönnun í fyrsta skipti, var næst oftast með lægsta verðið. Hagkaup var oftast með hæsta verðið í könnuninni. Kostur Dalvegi neitaði þátttöku í könnuninni, að því er fram kemur á í tilkynningu frá ASÍ

Þar kemur fram að Bónus var með lægsta verðið í 38 tilvikum af 79, þar á eftir kom verslunin Víðir með lægsta verðið í 15 tilvikum. Hagkaup reyndist með hæsta verðið í 36 tilvikum af 79, en Nóatún var næst oftast með hæsta verðið eða á 22 vörutegundum. Flestar vörutegundirnar sem skoðaðar voru í könnuninni voru til í Fjarðarkaupum og Hagkaupum eða í 74 af 79. Fæstar vörurnar voru til í Krónunni Vestmannaeyjum eða 61 af 79.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×