Innlent

Aftur dæmdur fyrir vörslu barnakláms

Mynd úr safni
Tæplega þrítugur karlmaður var í dag dæmdur í 6 mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir vörslu barnakláms.

Þetta er í annað skipti sem maðurinn er dæmdur fyrir slíkt brot, en fyrir fimm árum fékk hann 8 mánaða skilorðsbundinn dóm fyrir að hafa barnaklám undir höndum.

Maðurinn játaði brot sitt greiðlega og er það virt honum til málsbóta.

Þá segir í dómi að það magn myndefnis sem hann hafði undir höndum er ekki mikið að umfandi, eða 5 hreyfimyndir.

Í dómi í fyrra málinu kemur fram að hann hafi leitað sér læknishjálpar „til að vinna bug á hneigð sinni," eins og það er orðað og segir að hann sé enn að vinna í sínum málum nú.

Auk refsingar er Apple MacBook fartölva mannsins gerð upptæk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×