Innlent

Umferðarslys við Ingólfsfjall: Kvartað undan aksturslagi vörubílstjóra

salome@365.is skrifar
Slys varð við Ingólfsfjall í dag þegar vörubíll keyrði á fólksbíl.
Slys varð við Ingólfsfjall í dag þegar vörubíll keyrði á fólksbíl.
Lögreglunni á Selfossi hafa áður borist kvartanir frá fólki yfir aksturslagi vörubílanna frá Þórisstaðanámu við Ingólfsfjall. Slys varð á Suðurlandsveginum við fjallið nú á þriðja tímanum þegar fólksbíll varð fyrir vörubifreið sem kom frá námunni.

Maður sem varð vitni að slysinu hafði samband við fréttastofu og sagði vörubílstjórana itrekað sýna mannslífum vanvirðingu með glannalegu aksturslagi sínu. Hann segir vörubílinn hafa verið að koma fulllestaðan úr námunum og hann hafi keyrt á miklum hraða út á þjóðveginn án þess að virða biðskyldu.

„Þeir stoppa aldrei við þessi gatnamót. Keyra bara eins og þeir eigi lífið að leysa út á götuna. Þeir eru að spara olíu, og nú hefur þessi olíusparnaður kostaði manneskju mikla áverka." sagði hann og bætti því við að áreksturinn hefði verið svo harkalegur að hann teldi ökumanninn heppinn að vera á lífi.

Lögreglan á Selfossi segir að þó aðkoman hafi verið slæm, virtist sem ökumaður fólksbílsins hafi sloppið án alvarlegra áverka.


Tengdar fréttir

Slys á Suðurlandsvegi

Slys varð á Suðurlandsvegi við Ingólfsfjall nú fyrir stuttu þegar vörubíll keyrði inn í fólksbíl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×