Innlent

Göngugatan Laugavegurinn opnuð á morgun

Laugavegurinn verður göngugata frá 1. júlí til 1. ágúst.
Laugavegurinn verður göngugata frá 1. júlí til 1. ágúst.
Laugavegurinn verður opnaður sem göngugata á morgun, en stefnt er að því að verslunargatan verði lokuð fyrir bílaumferð frá Vatnsstíg að Skólavörðustíg í einn mánuð, eða fram til 1. ágúst næstkomandi. Unnið hefur verið að lokuninni frá því í janúar, en hugmyndin var kynnt fyrir rekstraraðilum miðborgarinnar um mánaðarmótin apríl/maí.

Opnunarhátíðin hefst klukkan 11 á morgun á mótum Lækjargötu og Austurstrætis þar sem nýju húsin verða vígð, sem reist voru í stað þeirra sem þar brunnu árið 2007. Í kjölfarið verður göngugatan Austurstræti vígð og þá síðast göngugatan Laugavegur, en hún mun sem fyrr segir ná frá Vatnsstíg að Skólavörðustíg.

Jakob Frímann Magnússon, framkvæmdarstjóri Miðborgarinnar okkar, segir stóran hluta rekstraraðila hafa haft áhyggjur af áhrifum lokunarinnar á verslanir við götuna. „Það má alveg segja það að sumir hafi ekki trúað á þetta og verið skeptískir, og kannski hafi að upphafi verið fleiri rekstraraðilar en færri sem höfðu efasemdir." í dag heldur Jakob hinsvegar að langstærstur hluti þeirra sem starfa á þessu svæði séu reiðubúnir að taka höndum saman um að láta þetta gerast.

„Við erum að prenta blöðrur og fána og panta pulsur og trúða og hljómsveitir, og ég er alveg sannfærður um að okkur muni takast að bæta borgarblæinn."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×