Innlent

Rabarbaradagurinn er í dag

Allir eru hvattir til að koma með heimagerða rabarbaraböku á Árbæjarsafnið
Allir eru hvattir til að koma með heimagerða rabarbaraböku á Árbæjarsafnið Mynd úr safni
Dagur rabarbarans er haldinn hátíðlegur í dag. Af því tilefni verður örráðstefna um rabarbara og bökukeppni á Árbæjarsafni í Reykjavík.

Dagur tileinkaður rabarbaranum er haldinn til að minna á mikilvægi þess að viðhalda ræktun rabarbarans og nýtingu hans sem hefur verið samofinn sögu Íslendinga og menningu í 130 ár.

Dagskráin hefst klukkan þrjú að Lækjargötu 4 á Árbæjarsafni og er sem hér segir:

Kl: 15:00 Erfðaauðlindir og gildi þeirra - Áslaug Helgadóttir

Kl: 15:20 Saga rabarbarans - Vilmundur Hansen

Kl: 15:40 Nýting rabarbarabans - Brynhildur Bergþórsdóttir

Kl: 16:00 Bökukeppni - Allir hvattir til að koma með böku - besta rabarbarabakan valin




Fleiri fréttir

Sjá meira


×