Innlent

Umsjónarsamningur um Dyrhólaey samþykktur

Mikil átök um opnun Dyrhólaeyjar hafa verið milli íbúa á svæðinu undanfarið.
Mikil átök um opnun Dyrhólaeyjar hafa verið milli íbúa á svæðinu undanfarið.
Umhverfisráðuneytið hefur staðfest samning um umsjón og rekstur friðlandsins í Dyrhólaey sem gerður var af Umhverfisstofnun og sveitarfélaginu Mýrdalshreppi. Í samningnum er meðal annars kveðið á um réttindi og skyldur samningsaðila, mannvirkjagerð og aðrar framkvæmdir, landvörslu, menntun starfsmanna, móttöku ferðamanna og fræðslu.

Samningurinn veitir Mýrdalshreppi ekki vald til ákvarðana á borð við lokun og opnun friðlandsins, og munu allar stjórnvaldsákvarðanir varðandi friðlandið vera teknar að undangengnu faglegu mati umhverfisstofnunar.

Umhverfisráðuneytið segist í fréttatilkynningu sinni harma það ástand sem ríkt hefur vegna friðlandsins í Dyrhólaey og átaka innan sveitarfélagsins vegna þess. „Friðlandið í Dyrhólaey er mikilvægt náttúruverndarsvæði sem okkur ber skylda til að varðveita og tryggja að það geti verið gestum þess um ókomna tíð upplifun um sérstæða og einstaka náttúru."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×