Innlent

Samningar í höfn í kjaradeilu flugmanna

Samningamenn flugmanna hjá Icelandair og Samtaka atvinnulífsins undirrituðu um sjö leitið í morgun, nýjan kjarasamning og afléttu flugmenn jafnframt yfirvinnubanninu.

Flug Icelandair verður því með eðlilegum hætti í dag, en án samnings hefði tveimur Parísarflugum líklega verið aflýst í dag. Samningurinn verður nú kynntur í röðum flugmanna sem greiða síðan atkvæði um hann.

Annars voru fjórir kjarasamningar milli ýmissa aðila undirritaðir hjá Ríkissáttasemjara í gærkvöldi. Til dæmis sömdu sveitarfélög við verkfræðinga og tæknifræðinga og Isavia samdi við SFR og FFR.

Nokkrir viðræðuhópar eru auk þess að störfum og segir Magnúsar Jónsson ríkissáttasemjari að góðar samkomulagshorfur séu hjá sumum þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×