Innlent

Búið að rýma í Álftaveri

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Búð er að rýma í Álftaveri og bæi í Höfðabrekku. Í Álftaveri var töluverður fjöldi fólks samankominn, að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli, enda stóð til að ættarmót færi þar fram um helgina. Álftaver er lítil sveit í Vestur-Skaftafellssýslu, vestan við Kúðafljót og rétt austan við Mýrdalssand. Í Álftaveri var töluverður fjöldi fólks samankominn, að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli, enda stóð til að ættarmót færi þar fram um helgina. Álftaver er lítil sveit í Vestur-Skaftafellssýslu, vestan við Kúðafljót og rétt austan við Mýrdalssand.

Hlaup hófst í Múlakvísl í nótt og flest bendir til að lítið gos sé hafið í Kötlu. Slíkum gosum fylgir jafnan mikill vatnsflaumur.

Hjálparsími Rauða krossins 1717 er upplýsingasími fyrir almenning eins og jafnan er gert í almannaástandi. Fólki er því bent á að hringja í Hjálparsímann 1717 til að nálgast almennar upplýsingar og til að sækja sér sálrænan stuðning.


Tengdar fréttir

Sigkatlar benda til að lítið gos sé hafið

Sigkatlar hafa myndast sem gæti verið í samræmi við það að lítið gos sé hafið sem ekki er komið upp á yfirborðið, segir Sigurlaug Hjaltadóttir, jarðskjálftafræðingur á Veðurstofunni. Sigurlaug hefur þetta eftir stýrimanni á þyrlu Landhelgisgæslunnar. Þyrlan flaug yfir Mýrdalsjökul snemma í morgun. Þá sáust sigkatlarnir, en enginn gosmökkur sást.

Kötlugos hugsanlega hafið

Ef þetta er gos að þá er um að ræða lítið Kötlugos, segir Sigurlaug Hjaltadóttir, sérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Gosórói hefur mælst í Kötlu á mælum Veðurstofunnar. Sigurlaug segist vera að bíða eftir upplýsingum frá sérfræðingi sem hún sendi með þyrlu Landhelgisgæslunnar fyrr í morgun til þess að kanna aðstæður.

Suðurlandsvegur enn lokaður

Suðurlandsvegi hefur verið lokað í báðar áttir við Vík og austan við Skálm vegna hlaups í Múlakvísl og mögulegs goss í Kötlu. Engar hjáleiðir eru mögulegar, nema Fjallabaksleið, að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×