Erlent

Suður-Súdan - Nýjasta land í heimi

Víða var fagnað í Suður-Súdan í dag. Hér má sjá meðlim Bari-samfélagsins halda uppi fána nýja ríkisins.
Víða var fagnað í Suður-Súdan í dag. Hér má sjá meðlim Bari-samfélagsins halda uppi fána nýja ríkisins. Mynd/AP
Suður-Súdan varð í dag sjálfstætt ríki, og hefur þar með lokið sex ára löngu ferli sem hófst við undirritun friðarsamnings milli norðurs og suðurs árið 2005.

Omar al-Bashir, forseti Súdan, og Ban Ki-moon, aðalritari Sameinuðu Þjóðanna, eru meðal þeirra sem taka þátt í hátíðarhöldunum í nýju höfuðborginni Juba, en Súdan var fyrsta ríkið sem viðurkenndi sjálfstæði nýja nágrannaríkis síns opinberlega.

Nýja landið státar af miklum olíuauðlindum, en er þó talið eitt vanþróaðasta land heims. Eitt af hverjum sjö börnum sem fæðast í Suður-Súdan deyr áður en það nær fimm ára aldri.

Sjálfstæði Suður-Súdan kemur í kjölfar áratuga langs blóðugs borgarastríðs milli norðurs og suðurs, en talið er að um ein og hálf milljón manna hafi týnt lífinu í átökunum. Stríðsöxin var grafin með undirritun friðarsamninganna fyrir sex árum, en enn standa uppi einhverjar deilur um legu nýju landamæranna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×